AKSTURSÁNÆGJUNNAR VEGNA

Volvo XC90 R-Design

Voldugt og kraftmikið yfirbragð. Lúxusjeppi með sportlegra yfirbragði.

Innblásinn af aksturseiginleikum

XC90 R-Design er lúxusjeppi með sportlegra yfirbragði. Bíllinn er tilkomumikill á vegi með svartglansandi framgrill, skrautlista á hliðargluggum og speglahlífum með silkiáferð og tveimur innfelldum útblástursrörum. Staðlaðar 20 tommu álfelgur setja svo punktinn yfir i-ið. Innanrýmið fær tæknilegt en um leið íburðarmikið yfirbragð með götuðu nappa-leðri/Nubuck-textílefni og Metal Mesh-állistum.

Settu saman þinn eigin XC90 R-Design

R-Design útfærslan í smáatriðum

Sterkleg hönnun

R-Design útfærslan gerir XC90 enn tilkomumeiri. Útfærslan býður m.a. annars upp á svartglansandi innfellingar í framgrillinu, djarfar álfelgur og innfelld útblástursrör.

Setið undir stýri

Sæti sem fylgja útlínum líkamans eru bólstruð með götuðu nappa-leðri/nubuck-textílefnum. Þau styðja afar vel við líkamann til að auka enn á akstursánægjuna.

Einstakar álfelgur

Staðlaðar 20 tommu eða valfrjálsar 22 tommu álfelgur tvinnast fullkomlega saman við kröftugt yfirbragð XC90. Auðkennandi demantsskurðurinn gefur djarft og verklegt yfirbragð.

Skapaðu þinn eigin stíl

Hannaðu þinn fullkomna Volvo XC90. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar XC90 útfærslur

XC90 R-Design

Innblásinn af sannri akstursánægju.

XC90 Momentum

Upplifðu fyrsta flokks lúxusjeppa.

XC90 Inscription

Fágaður og nýtískulegur munaður frá Svíþjóð.

XC90 Excellence

Óviðjafnanlegi lúxusjeppinn.