Tíu aðalatriði til að hafa í huga úr árs- og sjálfbærniskýrslunni okkar fyrir árið 2022

Við vorum að gefa út árs- og sjálfbærniskýrsluna okkar fyrir árið 2022! Þar finnurðu ítarlegt yfirlit yfir frammistöðu fyrirtækisins undanfarið ár og vegvísi að framtíðarsýn okkar.

Loftmynd af Volvo EX90

Árs- og sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2022 gefin út 9. mars 2023

Finna má skýrsluna í heild sinni hér, en áður en þú sökkvir þér niður í hana eru hér nokkur atriði sem gaman er að segja frá úr árs- og sjálfbærniskýrslunni okkar fyrir árið 2022.

  • Við vorum með hæstu skráðu tekjur í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur okkar náðu 330,1 ma. SEK og jukust um 17 prósent frá árinu á undan. Tekjurnar skiptast þannig á milli svæða að Kína er með ~71 ma., Bandaríkin ~62 ma., Evrópa ~144 ma. og aðrir markaðir með ~53 ma.

  • Kolefnishlutlaus orka knýr meira af framleiðslu okkar þar sem 66 prósent af orkunni sem notuð er í framleiðslu okkar er fengin frá kolefnishlutlausri uppsprettu.

  • Við erum með rétt rúmlega 43.000 starfsmenn um allan heim: ~2.000 í Norður- og Suður-Ameríku, ~29.000 í Evrópu, ~12.000 í Asíu og ~100 í öðrum löndum.

  • Með birtingu skýrslunnar kemur endurnýjuð tilgangsyfirlýsing okkar í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir ásamt grunnmyndinni fyrir fyrirtækið sem við kynntum um allt fyrirtækið í febrúar.

Við erum með 43.000 starfsmenn á heimsvísu, þar af um það bil 29.000 í Evrópu, 12.000 í Asíu og 2.000 í Norður- og Suður-Ameríku.

  • 33 prósent seldra bifreiða okkar voru Recharge-gerðir – þar af voru 11 prósent rafbílar og 22 prósent tengiltvinnbílar. Ef litið er til heildarsölu okkar árið 2022 var XC60 mest selda gerðin á árinu og þar á eftir komu XC40 og XC90.

  • Við lok síðasta árs vorum við með tæknimiðstöðvar á þremur stöðum í heiminum: í Bangalore á Indlandi og á tveimur stöðum í Svíþjóð, Lundi og Stokkhólmi. Við höfum einnig kynnt áætlanir okkar um að opna fjórðu tæknimiðstöðina í Kraká í Póllandi á þessu ári.

  • Heildarkoltvísýringslosun okkar á hvern bíl minnkar áfram og hefur nú dregist saman um 15 prósent á bíl frá viðmiðunarárinu 2018.

  • Vatnsnotkun í framleiðslu okkar minnkar með hverju árinu og hefur dregist saman um 30 prósent miðað við upphafsgildi ársins 2018.

  • Sölunetið okkar nær nú til um það bil 2.500 smásöluaðila um allan heim, undir stjórn 22 sölufyrirtækja á landsvísu og 44 innflutningsaðila. Í samræmi við væntingar neytenda erum við nú að senda frá okkur nýtt markaðslíkan sem byggt er á traustum stafrænum grunni og beinu sambandi við neytendur.

  • Árs- og sjálfbærniskýrslan er 205 síður að lengd og inniheldur tvo meginhluta. Fyrri hlutinn (síður 1–46) segir sögu okkar og síðari hlutinn fjallar um tölur, auk þess sem þar er að finna skýrslur um áhættustýringu, stjórnarhætti og sjálfbærni.

Deila