Látlausar en áhrifamiklar umfjallanir í fjölmiðlum: Fjölmiðlar heimsins hafa þetta að segja um EX30
Búið er að greiða atkvæði! Undanfarnar vikur hefur fjölmiðlafólk frá fjölmiðlum sem fjalla um bíla og lífsstíl víðs vegar að úr heiminum prófað nýja fyrirferðarlitla rafmagnssportjeppann okkar, EX30, í Barcelona. Og hvað haldið þið: Það var hrifið af honum, mjög hrifið!

Margir EX30-bílar bíða þess að vera reynsluekið af fjölmiðlafólki hvaðanæva úr heiminum.
Það er ekki að ástæðulausu að við notum Spán og önnur áþekk lönd sem staðsetningu fyrir reynsluakstur fjölmiðlafólks á bílum okkar. Á meðan vetrardagar í Svíþjóð bjóða upp á fátt annað en myrkur og ís býður Barcelona og nágrenni hennar enn upp á næga birtu og sólríka daga. Þetta eru fullkomnar aðstæður til að kynna Volvo EX30, fyrsta litla rafmagnssportjeppann okkar, fyrir fjölmiðlafólki.
Yfir nokkurra vikna skeið heimsóttu okkur næstum 550 gestir til Barcelona til að setjast undir stýri í EX30. Jafnvel áður en reynsluaksturinn fór fram hafði EX30 unnið til mikilsvirtra verðlauna frá bresku dagblöðunum Sunday Times og The Sun. Fjölmargir aðrir fjölmiðlar tóku í sama streng eftir fyrsta reynsluaksturinn.
Jákvæðustu ummælin snerust um hönnunina og verðlagninguna. Margt fjölmiðlafólk átti hreinlega erfitt með að trúa því að Volvo-rafbíll væri í boði á þessu verði. Notagildið var einnig umtalað sem og aksturseiginleikarnir og margt fólk hrósaði drægninni.
EX30 hefur einnig gert sig gildandi í verðlaunaflokknum með því að vera bíll ársins 2024 hjá Carwow, þar sem hundruð bíla sem fjallað hafði verið um komu til greina. Þessu til viðbótar fékk hinn smái en kraftmikli EX30 umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear.com fyrir árið 2023.
Einnig féll sjálfbærni EX30 í kramið hjá mörgu fjölmiðlafólki og áhrifavöldum. Þau kunnu að meta hugvitssamlegan búnað í innanrýminu, mikla notkun náttúrulegra og endurnýttra efna og lítið kolefnisfótspor bílsins.
Lítum á nokkrar af jákvæðustu umsögnunum:
- Í fimm stjörnu umfjöllun í breska tímaritinu Stuff er niðurstaðan sú að EX30 sé „nánast fullkominn“ rafbíll: „Nýr EX30 frá Volvo er vissulega lítill rafbíll en hann inniheldur allt það sem gerir þetta skandinavíska vörumerki frábært.“
- Annað breskt tímarit, Auto Express, segir að EX30 sé „eftirsóknarverður rafbíll“ og „frábær rafbíll, sérstaklega þegar horft er til verðs“.
- Autobild í Þýskalandi segir EX30 vera „eftirsóknarverðan valkost“ í flokki sambærilegra bíla. „Hann liggur vel, er þægilegur, hraðskreiður og öruggur, auk þess að vera með næstum 500 kílómetra drægni í sparakstri.“
- „Er ég að fara fram úr mér með því að segja að EX30 sé skemmtilegasti bíllinn frá Volvo sem ég hef ekið?“ skrifar reynsluökumaður webCG í Japan.
- Hið hollenska Autoweek kemst að þeirri niðurstöðu að EX30 „standi að mestu undir miklum væntingum“ og bætir við að hér sé á ferðinni „SUV-rafbíll sem býður upp á mikið fyrir peningana hvað varðar útlit, innanrými og aksturseiginleika“.
- Bandaríska tímaritið Digital Trends hefur uppi varnaðarorð til annarra bílaframleiðenda og segir að Volvo hafi sett markið hærra fyrir framleiðslu rafbíla. EX30 er „góður bíll sem með lágu grunnverði (…) og fjölbreyttum búnaði setur ný viðmið“.
- Á bandaríska vefsvæðinu Autoblog er skrifað: „Þessi fallegi fyrirferðarlitli bíll er þægilegur, kraftmikill og ótrúlega fallegur, hvort sem horft er til öruggs aksturs eða hugvitssamlegrar notkunar áklæða í innanrými.“
- Motor Trend segir að EX30 sé „verðandi stjarna“ og telur bílinn „hafa allt það til að bera sem þarf til að slá í gegn á rafbílamarkaðnum“.
Gagnrýnin er þó að sjálfsögðu ekki öll í skýjunum. Sumir töluðu um að það tæki tíma að venjast viðmóti snertiskjásins og nokkrum reynsluökumönnum fannst vanta ökumannsskjá fyrir aftan stýrið.
Neikvæð ummæli voru fá og greining okkar sýndi að 95% allrar umfjöllunar voru á jákvæðu nótunum. Sérfræðingar okkar eiga sérstakar þakkir skildar fyrir að eyða ómældum tíma í að hjálpa því fjölmiðlafólki sem við buðum í reynsluakstur að átta sig á hugsuninni á bak við alla þætti í hönnun og þróun bílsins.
EX30 hefur aftur á móti ekki aðeins fengið góðar viðtökur í fjölmiðlum heldur var hann einnig valinn bíll ársins 2024 hjá Carwow úr hópi hundraða bíla sem prófaðir voru. Þessu til viðbótar fékk hinn smái en kraftmikli EX30 umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear.com 2023, sem er viðurkenning á þeirri gríðarmiklu vinnu sem skilaði sér í Volvo-bílnum með minnsta kolefnisfótsporinu hingað til.*
Jákvæðar móttökur EX30 eru frábær byrjun á vegferð þessa litla rafmagnssportjeppans okkar. Við gerum ráð fyrir að þetta verði einn af mest seldu bílunum okkar á komandi árum og ekki að ástæðulausu, ef marka má þær þúsundir kauppantana sem hafa borist okkur undanfarna mánuði. EX30 gegnir stóru hlutverki í áætlunum okkar um vöxt og loftslagsaðgerðir og af þeim sökum skiptir miklu máli að hann slái í gegn. Þegar við lítum til baka til reynsluakstursviðburðarins í Barcelona getum við með sanni sagt: Þetta lofar góðu.
* Útreikningur á kolefnisfótspori undir 30 tonnum fyrir hverja ekna 200.000 km byggist á rafmagnshleðslu með rafmagnsblöndu ESB-27. Yfirlýsing um minnsta kolefnisfótspor Volvo-bíla til þessa byggist á öðrum bílum á alþjóðamarkaði sem hafa verið keyrðir 200.000 km.