18. okt. 2021

Við erum nýir eigendur Luqiao-verksmiðjunnar

Við höfum náð samkomulagi við Geely um að taka yfir eignahlut þess í verksmiðjunni okkar í Luqiao í Kína, sem þýðir að innan nokkurra ára munum við eiga allar verksmiðjur sem framleiða bílana okkar.

Horft yfir framleiðslulínuna í Volvo Cars Taizhou-verksmiðjunni, sem áður gekk undir heitinu Luqiao-verksmiðjan.

Luqiao-verksmiðjan mun héðan í frá ganga undir heitinu Taizhou-verksmiðjan.

Allt frá því að Luqiao-verksmiðjan í Kína var vígð árið 2017 hefur hún verið í eigu Geely en við séð um reksturinn. Nú höfum við aftur á móti náð samkomulagi við móðurfélagið um að við tökum verksmiðjuna yfir og framleiðslugeta hennar verði að öllu leyti nýtt af Volvo Car Group.


Flest verður óbreytt að samkomulaginu loknu: Verksmiðjan heldur áfram að framleiða XC40, XC40-rafbílinn og Polestar 2-gerðirnar; auk þess sem engar breytingar verða á rekstrinum. Breytingar sem munu eiga sér stað eru þær að starfsfólk verksmiðjunnar, 2600 talsins, þar á meðal í framleiðslu- og stoðdeildum, verður flutt frá Geely Holding til Volvo Cars, auk þess sem heiti verksmiðjunnar verður breytt.Í samræmi við nafngiftir annarra verksmiðja okkar Kína verður Luqiao-verksmiðjan hér eftir nefnd Taizhou-verksmiðjan, til að endurspegla nafn borgarinnar sem verksmiðjan er í, ekki héraðsins. Þetta mun ekki eingöngu skýra eignarhald innan bæði okkar samstæðu og Geely heldur kemur þetta til með að styrkja stöðu okkar í Kína, sem er okkar stærsti markaður.


„Tilfærsla Taizhou-verksmiðjunnar er skynsamlegt og rökrænt skref fyrir báða aðila, þar sem verksmiðjan er nú eingöngu notuð til að framleiða bíla frá Volvo Car Group,“ segir Javier Varela, stjórnandi þróunar- og framleiðslusviðs okkar. „Það er táknrænt að verksmiðjan sem framleiddi fyrsta eintakið af fyrsta rafbílnum sem við settum á markað, Polestar 2, muni koma til með að stuðla að vexti okkar í þá átt að verða leiðandi aðili í framleiðslu fyrsta flokks rafbíla.“


Í samvinnu við Geely leitum við stöðugt leiða til að bæta samstarf fyrirtækjanna og rekstrarlíkanið innan stórsamstæðunnar og þetta samkomulag fylgir í kjölfar svipaðs samkomulags síðasta sumar.

„Þetta kemur til með að styrkja stöðu okkar í Kína, sem er okkar stærsti markaður.“

Oskar Falk, yfirmaður verksmiðjunnar í Taizhou segir: „Eftir velgengni síðustu fjögurra ára við framleiðslu Volvo, Polestar og Lynk & Co horfi ég björtum augum fram á veginn við undirbúning Taizhou-verksmiðjunnar fyrir áætlanir og áskoranir framtíðarinnar undir merkjum Volvo Car Group. Við erum þegar vel á veg komin við að skipta alfarið yfir í rafbíla og styðjum þannig við langtímamarkmið Volvo Cars.“


Í júlí náðum við samkomulagi við Geely um að yfirtaka hlut þess í sameiginlegum fyrirtækjum okkar í Kína, þar á meðal í verksmiðjunum í Chengdu og Daqing. Áætlað er að þessar tilfærslur verði að fullu gengnar í gegn árið 2023.


Nú þegar Taihzou hefur bæst í hóp verksmiðja í okkar eigu, með verksmiðjunum í Charleston í Bandaríkjunum, Torslanda í Svíþjóð og Ghent í Belgíu, verður niðurstaðan sú að við eigum allar þær verksmiðjur sem framleiða bílana okkar þegar yfirtöku verksmiðjanna í Chengdu og Daqing er lokið.

Deila