23. SEP. 2021

Náttúrulegt, sjálfbært og ábyrgt eru lykilorð í tengslum við lúxusefni framtíðarinnar

Við erum að færa okkur úr leðri í innanrými og notum í staðinn önnur sjálfbær efni. Þetta er í takti við þróun annars staðar í efnislegri hönnun.

Nýi C40-rafbíllinn okkar er fyrsti bíllinn frá Volvo þar sem ekkert leður er notað í innanrýmið.

C40 Recharge gegnir mikilvægu hlutverk í tengslum við rafvæðingu og rekstur okkar í framtíðinni, eins og hægt var að lesa um fyrr á þessu ári. En nýji rafbíllinn okkar boðar fleiri breytingar hjá okkur til framtíðar því hann er fyrsti Volvo-bíllinn sem er algerlega án leður í innanrými. Þannig er C40 táknmynd framtíðaráherslu okkar á að ekki verði notað leður í rafbíla frá Volvo.

Húðirnar sem Volvo kaupir í dag eru vissulega keyptar með áherslu á ábyrga birgðaöflun sem hjáafurðir frá sláturgripum en við viljum leggja áherslu á dýravelferð með því að draga úr eftirspurn eftir leðri.

Skref okkar í átt að leðurlausu innanrými er einnig tekið með tilliti til neikvæðra umhverfisáhrifa nautgriparæktunar, þar á meðal losunar gróðuhúsalofttegunda og eyðingar skóga.

Fyrir utan að taka leður úr umferð ætlum við að halda áfram að draga úr notkun á tilteknum efnum sem innihalda dýraafurðir í bílum okkar. Þarna er átt við tilteknar gerðir plasts, gúmmís, smurefna og límefna, sem oft innihalda einhverjar afurðir úr húsdýrum.

„Öflun vara og hráefna með dýravelferð að leiðarljósi kemur til með að vera áskorun en það er þó engin afsökun fyrir því að gera ekkert í því,“ segir Sturart Templar, einn af sjálfbærnisérfræðingum okkar. „Þetta er vegferð sem er þess virði að leggja í. Einlægt hugarfar byggt á framsýni og sjálfbærni leggur þá ábyrgð á herðar okkar að við spyrjum okkur erfiðra spurninga og reynum eftir okkar bestu getu að finna svörin.“

Við munum að sjálfsögðu áfram bjóða viðskiptavinum okkar upp á fyrsta flokks innanrými. Af þeim sökum vinnum við að því að finna birgja sem geta útvegað okkur fyrsta flokks hráefni af sjálfbærum uppruna. Með nýju Volvo-rafbílunum verður boðið upp á fjölbreytta valkosti í hágæða innanrými þar sem árhersla er lífræn og endurunnin hráefni, sem og fyrsta flokks ofið efni og ullarblöndur frá ábyrgri framleiðslu.

„Árið 2025 stefnum við á að vera komin á þann stað að 25 prósent allra efna í nýjum Volvo-bílum verði úr endurunnu eða lífrænu efni.“

Málið er að skilgreining á fyrsta flokks og lúxus er að breytast. Hönnunarheimurinn er í heild sinni að stefna í átt að því sem gæti kallast meðvituð hönnun (e. Conscious Design) þar sem sjálfbærni og ábyrg öflun hráefna spilar sífellt stærri rullu í framleiðslu efna og vara. Markaðsrannsóknir sýna einnig fram á að viðskiptavinir hugsa sífellt meir út í sjálfbærni við val á vörum.

Niðurstöður nýrrar þróunarskýrslu frá Volvo Cars og The Future Laboratory sýnir að hönnuðir um heim allan leita sérstaklega eftir gæðaefnum sem bæði eru sjálfbær og frá ábyrgri framleiðslu við hönnun lúxusvara framtíðarinnar. Þetta smellpassar við áherslu okkar á hringrásarhagkerfið og þróun fleiri sjálfbærra vara.

Gott dæmi um þetta er nýtt efni frá Volvo í innanrými sem kallað er Nordico og sem notað verður í næstu kynslóð rafbíla frá okkur. Efnið er úr textílefnum úr endurunnu efni, svo sem plastflöskum, efni af lífrænum uppruna úr sjálfbærum skógum í Svíþjóð og Finnlandi og endurunnum korki sem fellur til við vínframleiðslu. Þetta er gæðavara sem er svo sannarlega sjálfbær. Árið 2025 stefnum við á að vera komin á þann stað að 25 prósent allra efna í nýjum Volvo-bílum verði úr endurunnu eða lífrænu efni. Þetta er skref í átt að því að hafa náð fullum hringrásarrekstri árið 2040. Við stefnum einnig að því að allir beinir birgjar okkar, þar á meðal hráefnisbirgjar, noti aðeins 100 prósent endurnýjanlega orku fyrir árið 2025.

Eins og allt annað er þróun efna framtíðarinnar verk í vinnslu. En við hughreyst okkur með þeirri staðreynd að við erum í fararbroddi í þessari þróunarvinnu og höfum fullan metnað til þess að verða fyrirtæki sem leggur jafnmikla áherslu á sjálfbærni og það leggur á öryggi.

Afrita tengil
Deila