28. sep. 2021

Við tökum þátt í ákalli um að útrýma losun kolefnis frá flutningum

Við erum eitt þeirra 150 fyrirtækja sem hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem miða skulu að því að útrýma losun kolefnis frá flutningum á milli landa fyrir árið 2050. Þetta er hluti af markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

Volvo-bíll fluttur á skipi.

Alger útrýming kolefnislosunar frá flutningum á milli landa auðveldar okkur að ná sjálfbærnimarkmiðum okkar.

Flutningar á sjó tryggja að við komum bílunum okkar til viðskiptavina um heim allan, auk þess sem þeir gegna lykilhlutverki í birgðakeðju okkar.


„Við getum ekki orðið raunverulega kolefnishlutlaus án aðgangs að flutningum á sjó sem losa ekkert. Það mun koma okkur langt fram veginn að útrýma útblæstri frá bílum okkar og framleiðslustarfsemi, en stóra áskorunin liggur í því að útiloka kolefnislosun frá flutningum,“ sagði Martin Corner, yfirmaður birgðastjórnunardeildar.


„Sem stór kaupandi skipaflutninga er það rökrétt skref til að leiða þróunina í rétta átt að taka þátt í þessu ákalli til aðgerða,“ sagði Martin.

„Við getum ekki orðið raunverulega kolefnishlutlaus án aðgangs að flutningum á sjó með núlllosun.

Ákall um að útrýma losun kolefnis frá flutningum verður afhent stjórnvöldum heimsins fyrir loftslagssamningaviðræðurnar á COP26 í Glasgow, Skotlandi, í nóvember 2021.


Framtakið, sem er afrakstur samvinnu starfshóps á vegum allra aðila sem nálægt sjóflutningum koma, bæði flutningafyrirtækja, skipaleiga, fjármögnunarfyrirtækja, hafna og eldsneytisframleiðenda, er byggt á þeirri skoðun að alger útrýming kolefnislosunar frá flutningum á milli landa sé nauðsynleg og framkvæmanleg.


Staffan Johannesson, framkvæmdastjóri sjálfbærniþróunar innan birgðastjórnunardeildarinnar segir: "Sem undirskriftaraðili ákallsins erum við í samfloti með nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims í alþjóðaviðskiptum. Við viljum samvinnu á milli stjórnvalda heimsins og iðnaðarins við þá stefnumörkun og fjárfestingu sem þörf er á til að ná þeim stað þar sem hægt er að taka kolefnislosun út úr alþjóðlegum birgðakeðjum.“

Deila