Volvo Concept Car coupe

Þetta ferðalag er tileinkað þér.

Við trúum á kraftinn í manneskjunni.

Það er atvinnutækifæri að finna fyrir þig hjá Volvo Cars í Svíþjóð, hvort sem þú ert verkfræðingur, hæfileikaríkur hönnuður eða ástríðufullur um markaðssetningu. 


Við höfum byggt upp orðstír sem einn af leiðandi vinnuveitendum heims. Og við byggjum árangur okkar á þremur þáttum: Við erum vörumerki á heimsvísu í kraftmiklu og virðulegu umhverfi, við smíðum frumlega og aðlaðandi bíla og við hjálpum starfsfólki okkar að þróast og ná lengra á starfsferli sínum.


Hvað langar þig að gera?

Fyrirtæki sem er eins kraftmikið og Volvo Cars hefur fjölbreytt úrval af rekstrarsviðum sem bjóða upp á margvísleg atvinnutækifæri. Við höfum vettvanginn fyrir þig, sama hvert starfssviðið er. Við bjóðum upp á frábært vinnuumhverfi og tækifæri fyrir þig til að láta drauma þína rætast um leið og þú hjálpar okkur að ná okkar metnaðarfullu markmiðum. Finndu út úr því á hvaða rekstrarsviðum þú gætir blómstrað.


REKSTRARSVIÐ

Ertu nýr á vinnumarkaðinum?

Við bjóðum mörg tækifæri, t.d. útskriftarverkefni, starfsnám og mismunandi staðsetningu í vinnu, hvort sem þú hefur nýlokið háskólanámi eða ert aðeins að hugsa um að ná þér í einhverja starfsreynslu yfir sumarið.


ÚTSKRIFTARNEMENDUR OG NÁMSMENN

Two woman talking at Volvo
Man in Volvo office setting

Leitaðu að vinnu

Ef þú hefur áhuga á því að kanna hvaða atvinnutækifæri er að finna í Evrópu höldum við úti ítarlegri síðu með atvinnuauglýsingum sem reglulega er uppfærð.


ATVINNA Í EVRÓPU

Fólkið okkar

Volvo Cars eru búnir til af fólki fyrir fólk. Við erum ástríðufull, skapandi og hugrökk – rétt eins og þú. Okkur langar að deila með þér röddum tveggja einstaklinga úr hópnum okkar.

Nina Åberg, raddstjórnun og talsamskipti

„Okkar markmið er að samskipti við bílinn verði auðveldari en að tala við annan einstakling.“

Anders Bergström, hönnuður

„Ég er mjög stoltur af nýja Volvo XC90 bílnum. Þar er að finna nýtt og hærra lúxusstig. Þú finnur að þú ert öruggur í Volvo og jafnvel efnisvalið veitir þér öryggistilfinningu.“

Viðurkenning vinnuveitanda

Það er frábært að Volvo Cars er viðurkennt alþjóðlega sem einn af leiðandi vinnuveitendum heims. Við höfum fengið hrós og viðurkenningar fyrir að vera vinnuveitandi þar sem þú getur þróast og þroskast persónulega og eignast góðan starfsferil. Þetta eru aðeins nokkrar af viðurkenningunum sem við höfum fengið:

– Volvo Cars: „Eitt af 50 eftirsóknarverðustu fyrirtækjunum“ – Universum, 2013
– Volvo Cars China „Einn af 30 bestu vinnuveitendum í Sjanghæ árið 2013“ – Zhaopin.com
– Volvo Cars China: „Einn af 30 bestu vinnuveitendum í Kína árið 2013“ – Dajie.com
 

Hlutur kvenna í leiðandi stöðum hjá Volvo Cars (%) 2007-2013