ÚTSKRIFTARNEMENDUR OG NÁMSMENN: VIÐ TRÚUM Á ÞIG

Hjá Volvo Cars hefst allt með manneskjunni. Við bjóðum breitt svið af tækifærum, starfsnámi og stöðum fyrir þig til að kanna ef þú ert að hefja feril þinn.

Útskriftarverkefni

Þú getur tekið þátt í áætlun sem hönnuð er í kringum möguleika þína hjá alþjóðafyrirtæki. Aðgangsmiðinn sem þú þarft er háskólagráða og allt að þriggja ára viðeigandi starfsreynsla. Í 18-24 mánuði verður þér boðið upp á hraða þróun innan áætlunar sem sett er saman í kringum hæfileika þína og metnað. 

Fyrir frekari upplýsingar varðandi útskriftarverkefni Volvo Car Group 2015 skaltu hala niður þessu PDF-skjali. Umsóknargátt fyrir útskriftarverkefni Volvo Car Group 2015 er núna lokuð.

Starfsnám

Hjá Volvo Cars eru margar leiðir til að komast í starfsnám. Almennt séð styðjum við verkfræðinema hvað lokaritgerð varðar, en við bjóðum einnig upp á mikið úrval af starfsnámi í Svíþjóð, Belgíu og Kína. Vinsamlegast skoðaðu á Starfsgátt til að sjá tiltæk atvinnutækifæri. Í Svíþjóð býður Volvo Cars starfsnám í gegnum Tekniksprånget, sjá hér að neðan fyrir frekari upplýsingar.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Lokaritgerð

Við bjóðum fjölda námsmanna að skrifa lokaritgerðina hjá Volvo Car Group. Þar býðst þér gott tækifæri til að fá innsýn í möguleikana sem bíða þín eftir útskrift. 

Verkefni Volvo fyrir verkfræðinema

Við kappkostum að styðja verkfræðinema hjá Volvo Cars. Á hverju ári bjóðum við fjölda tækifæri fyrir nemendur til að vinna í sumarstarfi hjá rannsókna- og þróunardeild Volvo milli fyrsta og annars árs í meistaranámi, að fá leiðbeinanda á haustmánuðum og fyrir vinnuna við lokaritgerð á síðustu önn náms þíns. Ráðningarferlið fyrir verkefnið byrjar í febrúar/mars og verkefnið hefst um sumarið.

Sumarstarf

Á hverju sumri bjóðum við fjölda námsmanna með margvíslegan bakgrunn tækifæri til að vinna í sumarfríinu. Volvo Car Group er með starfsemi á nokkrum stöðum og við erum að ráða fólk í verksmiðju- og skrifstofustörf. Auglýsingar verða birtar undir Starfsgátt.

Iðnaðarverkefni fyrir doktorsnema hjá Volvo Cars

Viltu starfa í verkfræði á framhaldsstigi og við rannsóknir? Hjá rannsókna- og þróunardeildinni getur þú fengið að blómstra, sérstaklega í iðnaðarverkefninu fyrir doktorsnema. Sem doktorsnemi í iðnaðarverkfræði hjá Volvo Cars færðu bæði fræðilega og atvinnutengda umsjónarmenn, verður hluti af tengslaneti doktorsnema og færð leiðsögn í stjórnun. Stöður í iðnaðarverkefninu fyrir doktorsnema verða auglýstar reglulega á Starfsgátt