Rekstrarsvið

Við hjá Volvo Cars rekum víðtækt rekstrarsvið þar sem þú getur skarað fram úr. Hver sem starfsleið þín er munum við bjóða upp á rétta vettvanginn.

Vöruáætlun og línustjórnun ökutækis

Vilt þú verða hluti af hópi sem þróar næstu kynslóð Volvo-bíla? Vinnuteymið okkar ber ábyrgð á heimsvísu og vinnan hefst snemma með stefnumótunarvinnu og heldur áfram í gegnum allan endingarferil bílsins. Ögrandi tækifæri felast meðal annars í vöruskipulagningu, verkefnastjórnun, framfarastjórnun og verkvangs- og samstarfsáætlun.

Hönnun

Hönnun er mikilvægur þáttur í sköpun vörumerkis – það er grunnurinn fyrir einkenni og persónuleika sem viðskiptavinurinn getur tengt sig við. Hönnun bílanna okkar er undir sterkum áhrifum frá hinum skandínavíska uppruna, með glæsileika, virkni og tærleika sem sterka einkenni hönnunarinnar. Neytendur eru orðnir mun meðvitaðri um vörumerki – það sem þú kaupir er fullyrðing um þig sem einstakling. Í hönnunardeildinni starfa 150 starfsmenn sem er skipt niður á eitt sköpunarsvæði og eitt rekstrarsvæði; þau vinna náið saman til að styðja verkefni hönnunardeildarinnar í að búa til nýja og spennandi bíla.

Rannsóknir og þróun

Hefur þú áhuga á bílahönnun og háttækniiðnaði? Hjá rannsókna- og þróunardeildinni okkar yrðir þú lykilstuðningsaðili næstu kynslóðar spennandi nýrra Volvo-bíla. Þú og þinn hópur, ásamt öðrum verkfræðingum um allan heim, munið skapa frumlega bílatækni þar sem manneskjan er í fyrirrúmi og sem gerir lífið einfaldara og skemmtilegra fyrir viðskiptavini okkar.

Innkaupadeild

Að tryggja dreifingu efnis og þjónustu – á réttu verði, í réttum gæðum og á réttu tæknilegu stigi – er grundvallaratriði fyrir árangur Volvo Car Group. Hjá innkaupadeildinni yrðir þú hluti af teymi með það verkefni fyrir höndum að þróa og viðhalda heimsklassa birgðagrunni, eiga í samstarfi við annað fólk innan og utan fyrirtækisins og um heim allan.

Framleiðsla

Framleiðsluhópurinn okkar sem starfar á heimsvísu tryggir að bílarnir sem við smíðum standist fyrst allar væntingar viðskiptavina okkar og fari svo fram úr þeim. Í samsetningar- og íhlutaverksmiðjum Volvo Cars um allan heim vinnum við með netta, hreina og sveigjanlega framleiðslutækni, með stöðuga einbeitingu á fólkið og stöðuga þróun.

Samskipti innan og utan fyrirtækisins

Vertu hluti af hnattrænum samskiptahópi sem ber ábyrgð á þróunarvitund – og góðum skilningi á – vörumerki Volvo Cars og vörum þess. Við byggjum upp samband við blaðamenn, áhrifavalda á Netinu og stefnumótendur sem byggist á trausti og við berum ábyrgð á innri samskiptum við starfsmenn Volvo Cars um allan heim. Gakktu í lið með okkur og hjálpaðu okkur að búa til jákvæðan skilning á Volvo Cars í öllum miðlum.

Markaðssetning, sala og þjónusta

Verkefni okkar hjá markaðs-, sölu- og þjónustudeildinni er að tryggja að allir snertifletir neytenda endurspegli meginregluna „Hannað í kringum þig“ og að öll þjónusta komi til skila raunverulegri lúxusreynslu. Vertu hluti af hnattrænum hópi sem hefur umsjón með allri viðskiptatengdri starfsemi fyrir Volvo Cars um allan heim, þar á meðal markaðsefni, samskiptum við neytendur, sölu og þjónustu.

Upplýsingatæknideild

Eins og með önnur rekstrarsvið hjá Volvo Cars býður upplýsingatæknideildin framúrskarandi tækifæri til að þróa hæfni þína og þroskast sem fagmaður. Í nánu samstarfi við starfsfélaga í öðrum rekstrareiningum um allan heim skapar þú og teymi þitt nýjungar í upplýsingatækni sem styðja við heildarrekstur fyrirtækisins. Í raun ertu hluti af teymi sem hefur það markmið að koma til skila betri reynslu fyrir fólk sem kaupir og keyrir Volvo.

Gæði og ánægja viðskiptavina

Sérstök deild sem sér um gæðaeftirlit og ánægjustig viðskiptavina tryggir að Volvo Cars fari fram úr væntingum viðskiptavina á öllum sviðum. Til að gera þetta mögulegt sjáum við öllum deildum fyrirtækisins fyrir verkfærum, aðferðum, vinnsluferlum, markmiðum og endurskoðun á gæðum og ánægju viðskiptavina. Hér verður þú á heimavelli ef þú ert ástríðufullur um viðskiptavini og gæðareynslu.

Fjármáladeild

Fjármálateymið okkar á að tryggja að öll viðskiptaframkvæmd fyrirtækisins nái þeim markmiðum sem koma fram í fyrirtækjaáætlun Volvo Cars. Þú og þitt teymi veitið sérfræðiþekkingu á sviði fjármála, skýrslugjöf, skipulagningu og leiðsögn í samstarfi við starfsfélaga í öðrum viðskiptadeildum um allan heim. Hér getur þú þroskað starfsfærni þína upp á næsta stig ásamt öðru fólki sem er á sama báti.

Lagadeild

Í lagadeild fyrirtækisins störfum við í krefjandi, alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sem styður Volvo Cars í að ná viðskiptamarkmiðum sínum, verja hagsmuni fyrirtækisins og lágmarka lagalega áhættu. Sérfræðiþekking þín á lögum myndi hjálpa til við að styðja viðskipadeildirnar og aðrar deildir Volvo Cars innan allra sviða viðskiptaréttar, sem og öllum öðrum viðskiptasviðum Volvo. Þú færð einnig stórkostlegt tækifæri til að þroskast sem fagmaður.

Hugverkaréttindi

Staða Volvo Cars um allan heim er að stórum hluta háð getu fyrirtækisins til að bjóða vörur og nýjungar sem eru einstakar og veita hagnýtt eða tilfinningalegt forskot. Til að varðveita þennan hæfileika komum við með stöðugt flæði af tæknilegum og viðskiptalegum nýjungum og gerum viðeigandi ráðstafanir til að vernda slíkar nýjungar. Hjá hugverkaréttindadeild slæst þú í hóp með kraftmiklum hluta fyrirtækisins og vinnur náið með öðrum, s.s. deildum í rannsóknum og þróun, í stefnumótun, markaðssetningu, innkaupum og lögum.

Mannauður

Hópurinn í mannauðsdeildinni meðhöndlar okkar verðmætustu auðlind – starfsmennina okkar. Okkar verkefni er að laða starfsfólk til okkar, ráða það, þróa og halda því í starfi svo það geti hjálpað okkur að byggja upp áframhaldandi árangur. Vertu hluti af heimshópi okkar og hjálpaðu okkar að gera Volvo Cars að úrvals vinnuveitanda.

Birgðastjórnun

Það er tækifæri að finna hjá birgðastjórnunardeild Volvo Cars. Þar ert þú hluti af hnattrænu aðfanga- og framleiðsluteymi sem tryggir að bílarnir sem við smíðum uppfylli hæstu staðla. Við rekum og leiðum aðfangakeðju í samstarfi við fólk innan og utan fyrirtækisins – frá birgjum til viðskiptavinar – á straumlínulagaðan og skilvirkan hátt.