Verksmiðjur og umhverfið

Lifandi sönnun grunngilda okkar.

Framleiðslugildin okkar

Volvo hefur alltaf skuldbundið sig til að bera umhyggju fyrir þeim heimi sem við lifum í og það gildir líka um verksmiðjurnar þar sem við smíðum bílana okkar.

Framleiðsluver okkar eru ekki einungis verksmiðjur. Þau eru sönnun á grundvallargildum okkar þegar kemur að gæðum, öryggi og ábyrgð gagnvart umhverfinu.

Maðurinn uppsker ...

Endurnýting er mikilvægur hluti hversdagslífsins í dag. Sú er einnig raunin hjá Volvo. Við endurframleiðum um það bil 15 prósent af öllum okkar varahlutum með sömu gæðastöðlum og í upprunalega varahlutnum. Þetta eru frábærar fréttir fyrir umhverfið því að endurframleiðsla notar allt að 85 prósent minna hráefni og 80 prósent minni orku.

Minni mengunaráhrif

Heimssýn Volvo snýst um að hafa minnstu hugsanlegu áhrif á umhverfið. Þess vegna eru allar evrópsku verksmiðjurnar okkar algjörlega knúnar áfram með endurnýjanlegri orku. Hvort sem það er vatnsorka eða vindorka getum við ábyrgst að orkuöflunin hafi ekki áhrif á veðurfarið.

Hæstu gæðastaðlar – um allan heim

Við búumst ekki við að þú slakir á kröfum varðandi gæði – og það gerum við ekki heldur. Það er þess vegna sem við krefjumst alltaf hæstu gæðastaðla hvað varðar framleiðsluna í verksmiðjum okkar, gæðastaðla sem eru í stöðugri notkun um allan heim, frá Svíþjóð og Belgíu til Kína.

Tími fyrir teymisvinnu

Góð teymisvinna skilar alltaf besta árangrinum. Þetta vitum við hjá Volvo – vegna þess að þannig höfum við unnið í áratugi. Í gegnum allt fyrirtækið vinnum við sem hópur til að hvetja, vera skilvirkari og bæta gæði. Þegar allt kemur til alls skilar þetta betri bílum og betri þjónustu fyrir þig.

Hreinar verksmiðjur

Hvernig gerir þú verksmiðju eins hreina og mögulegt er? Volvo Cars á vissulega sín leyndarmál. Þegar Torslanda sprautunaraðstaðan okkar opnaði árið 1991 var hún sú þrifalegasta í heiminum og af öllum sprautunarverksmiðjum heimsins sendi hún minnsta magn af lífrænum rokefnum út í andrúmsloftið á hvern bíl.