SKAPAÐUR FYRIR ÞIG

Hrein hönnun, náttúruleg efni og sænsk verkkunnátta

Volvo-bílar eru hannaðir, prófaðir og smíðaðir í Svíþjóð og því ætti ekki að koma neinum á óvart að „hið sænska“ er að finna í smæstu smáatriðum hvers bíls. Stílhrein og látlaus hönnun. Við höllumst alltaf að náttúrulegum og endingargóðum efnum. Litirnir eru undir áhrifum frá sænskri náttúru. Og einfaldri og nákvæmri verkkunnátta sem einkennir híbýli okkar. En við trúum því líka að bíll ætti að vera hannaður til hæfa þörfum ökumanns og farþega.

Þess vegna göngum við alltaf út frá þessu: Allt sem við gerum byrjar hjá þér. Að minnsta kosti höfum við hjá Volvo trú á máttinn sem felst í því að hlusta. Með því að skilja þarfir þínar og langanir getum við fengið frábærar hugmyndir og skapað bestu vörur sem völ er á. Ef þú vilt bíl sem er í raun og veru hannaður í kringum þig, þá er Volvo góður félagsskapur. 


Thomas Ingenlath um hönnunarstefnu Volvo

„Fólk kann virkilega meta þá kraftmiklu og þekktu grafík sem Volvo hefur alltaf státað af. Það er að finna hreinskilinn heiðarleika í sjálfri löguninni.“

Smekkleg efnisnotkun

Með því að nota sérstaklega handvalið birki sýnum við fram á hversu langt við göngum til að tryggja að aðeins bestu og hentugustu efnin rati í Volvo-bíla. Fallegustu hlutana er erfiðast að finna en við leggjum það samt á okkur.

Við góða heilsu

Við sýnum öllum smáatriðum innra byrðisins mikla alúð sem nær lengra en að gæðum yfirborðsins og fagurfræði – við viljum að andrúmsloft bílsins sé heilsusamlegt, róandi og íburðarmikið í öllum skilningi. Þess vegna starfar meðal annars hjá okkur sérstakt „lyktarteymi“ sem tryggir að upplifunin í Volvo sé eins og ferskur, sænskur andvari.

Robin Page, forstjóri hönnunar innréttinga

„Innrétting sem er svo fáguð að þegar þú ferð inn í bílinn verður þú hluti af henni og þér finnst þú vera einstakur. Sköpun okkar er hliðholl sænskum hönnunarreglum og það er það sem gerir hana að Volvo.“

Þrír nýir hugmyndabílar

Þrír mjög mikilvægir nýir hugmyndabílar voru frumsýndir árin 2013 og 2014. Hver og einn hjálpaði til við að endurskilgreina stefnu framtíðarhönnunar hjá Volvo, sem Thomas Ingenlath, varaforseti hönnunardeildar, hafði umsjón með. Innblásturinn á bak við bílana var einfaldleiki, virkni og fegurð og í þeim er að finna kjarna skandínavískrar hönnunar. 

Allir hugmyndabílarnir sýna einnig vel fram á nýja undirvagnstækni Volvo (SPA) sem gerir það mögulegt að byggja mörg ólík hönnunarverk sama grunninum.

Og hver og einn þeirra hefur sína eigin áherslu: Í Concept Coupé birtist hið nýja hönnunarfrelsi okkar, Concept XC Coupé beindi athyglinni að ferskum öryggishugmyndum og Concept Estate rannsakaði möguleikana á stjórnborði með snertiskjá til að skipuleggja stjórntæki og upplýsingar á snjallan og notendavænan hátt. 


Viðurkenningar fyrir hugmyndabílana okkar

Það er gott að vita að nýja hönnunarstefnan okkar sé metin – hugmyndabílarnir okkar hafa allir hlotið mikilvæg alþjóðleg hönnunarverðlaun. 

Detroit, janúar 2014

Concept XC Coupe

„Besti hugmyndabíllinn“ og „Besta notkun á lit, grafík og efni“ – Hönnunarverðlaunin EyesOn árið 2014.

Genf, mars 2014

Concept Estate

Verðlaunin „Car of the Show“ frá Autoblog.com. „Besta hönnunin“ verðlaun veitt af Auto Express (UK).

Frankfurt, september 2013

Concept Coupe

Verðlaunin „Car of the Show“ veitt af Auto Bild (Þýskalandi).

Setur þig við stjórnvölinn

Hvað viltu sjá í næstu kynslóð snjallsímaappsins Volvo On Call? Það er spurningin sem við spurðum og við buðum þúsundum einstaklinga að svara henni. Flestir sögðu að þeir vildu sjá frekari innsæiseiginleika til að einfalda líf þeirra og setja þá við stjórnvölinn. Því framkvæmdum við þessa frábæru tillögu sem gerir þér kleift að finna bílastæði og borga fyrir það úr bílnum þínum.

Höfum það einfalt

Þegar viðskiptavinirnir sögðu okkur að þeir vildu færri hnappa og snyrtilegra og skipulegra mælaborð tókum við þessa ábendingu með í reikninginn. Í glænýjum XC90 höfum við til dæmis dregið úr fjölda hnappa á mælaborðinu úr 42 niður í aðeins 8. Það lítur ekki aðeins vel út heldur gerir þetta öll stjórntæki mun auðveldari í notkun.

Þriggja ára viðhorfshópurinn okkar

Við hjá Volvo höfum verið upptekin við að gjörbylta hugmyndinni um viðhorfshóp. Þegar við hönnuðum nýjan Volvo XC90 eyddum við ekki viku eða mánuði í að tala við almenning. Í raun vörðum við heilum þremur árum með fimm „LA Influentials“ frá Kaliforníu til að öðlast nákvæman skilning á því hvað þeir vildu raunverulega sjá í lúxus sportjeppa.