FRAMTÍÐARHUGSUN OKKAR

Heimurinn er síbreytilegur staður og við hjá Volvo hugsum alltaf nokkur skref fram í tímann. Hvernig gæti Volvo bætt líf þitt í framtíðinni?

Á bíllinn sér framtíð?

Fjölgun risaborga, loftgæði, hnattræn hlýnun – allir þessir hlutir hafa mikil áhrif á það hvernig bílar eru notaðir. Umferðarteppur og þrengsli eru vandamál í stórum hluta heimsins, en við trúum því heils hugar að hægt verði að finna tæknilegar lausnir á þessum vandamálum. Og við trúum því, ólíkt því sem áður var þegar borgir voru skipulagðar með bílinn í huga, að bílar framtíðarinnar verði hannaðir með borgirnar í huga.

Tæknibylting

Við erum að yfirgefa tímabil þar sem bílar höfðu sífellt meira afl og fara inn í tímabil þar sem við hugsum um hvað í raun og veru eykur verðgildi bíls – eins og nútímatækni og tengimöguleikar. 

Ein stór breyting verða sjálfkeyrandi bílar sem gætu breytt heildarhugmynd okkar um hvað bíll er. Volvo er þegar með bíla í notkun sem geta keyrt sjálfir á opinberum vegakerfum. Þannig verður bíllinn þinn einkabílstjóri og þú getur gert aðra hluti í bílnum en aðeins að keyra hann. Við höfum endurhugsað það hvernig þú leggur bílnum og þess vegna þarft þú nú ekki einu sinni að vera við bílinn til að leggja honum.

Og með því að tengja bíla við tölvuský verður mögulegt fyrir þá að fylgjast hver með öðrum. Þetta gæti í raun og veru breytt hegðun fólks á sama hátt og hvernig símar hafa breytt því hvernig við högum okkur og höfum samskipti.

Samvinna fyrir öruggari og sjálfbærari framtíð

Volvo og aðrir bílaframleiðendur hafa kynnt til sögunnar stórkostlegar framfarir í öryggi en það er enn hægt gera miklu meira. Það er samvinnuandinn sem keyrir öryggismálin fram á við – viðskiptavinir, stjórnvöld og bílaframleiðendur eru saman að gera heiminn miklu öruggari.

Og við erum einnig í samvinnu við viðskiptavini og stjórnvöld þegar kemur að málefnum tengdum sjálfbærni. Við hjá Volvo erum góðir borgarar. Við trúum á hlutverk okkar í þjóðfélaginu. Við getum flutt fólk með jákvæðum hætti, stjórnað umferðartöfum og dregið úr mengun og koltvísýringslosun. Og við trúum eindregið á að þetta þurfi að gera í samvinnu.