ÖRYGGI

Við einbeitum okkur að raunverulegu öryggi

Við höfum byggt upp þekkingu okkar á öryggismálum í gegnum áratuga rannsókna á raunverulegum sviðsmyndum. Frá áttunda áratugnum höfum við rannsakað meira en 50.000 bíla úr raunverulegum árekstrum, þar sem yfir 80.000 manns komu við sögu.

Í prófunarhúsnæði Volvo Cars

E.V.A.-átakið – Öruggir bílar fyrir okkur öll

Volvo Cars þróar bíla til að vera jafn öruggir fyrir alla, óháð kyni, aldri, hæð, lögun eða þyngd. Frá árinu 2019 höfum við deilt rannsóknum okkar á öryggi í raunveruleikanum sem allir geta sótt.

Dr. Lotta Jakobsson, tæknisérfræðingur við öryggisrannsóknasetur Volvo Cars.

Horft ofan á árekstrarprófun.

Afrakstur rannsókna yfir 50 ár

Árið 1970 var rannsóknarteymi Volvo á sviði umferðarslysa stofnað til að setja saman þennan víðtæka gagnagrunn rannsóknarniðurstaðna. Þetta var undirstaða margra öryggisnýjunga okkar sem finna má í bílum í dag.

Nýr búnaður sem skiptir máli

Útlína yfirbyggingar bíls
Hliðarárekstursvörn

SIPS (Side Impact Protection System) frá Volvo og hliðarloftpúðar auka öryggi á snjallan hátt og fækka alvarlegum áverkum á brjóstkassa um meira en 50 prósent fyrir alla farþega.

Útlína yfirbyggingar bíls
Hvert einasta höfuð varið

SIPS-kerfið og loftpúðatjöldin sem fyllast hratt af lofti og minnka líkurnar á höfuðmeiðslum um 75 prósent við hliðarárekstur. Þau fyllast á 0,04 sekúndum og eykur vernd fyrir farþega í fram- og aftursætum.

Stafræn útlína bílstóls
Sætin okkar verja þig gegn bakhnykksmeiðslum

Hefð er fyrir því að konur standi frammi fyrir meiri bakhnykkshættu vegna líkamsbyggingu og styrkleikamismunar. Í Volvo-sætum kemur WHIPS-kerfið í veg fyrirr þessa mismunun með því að nota öfluga höfuðpúða og snjalla sætishönnun til að jafna hættu á bakhnykkjum hjá báðum kynjum.

Tvær konur njóta aksturs í bíl

Árangursríkasti bjargvætturinn í umferðinni

Frá því að við kynntum öryggisbeltið til sögunnar fyrir rúmlega 60 árum hefur það bjargað meira en milljón mannslífum. Það býður upp á frábæra vörn í öllum gerðum árekstra, óháð stærð, kyni eða líkamslögun.

Inni í Volvo Cars prófunarstöð.

Rannsóknir okkar eru öllum opnar

Við teljum að öryggi sé allra réttur. Frá árinu 2019 höfum við, í gegnum E.V.A.-átakið, deilt öryggisrannsóknum okkar á raunverulegum slysum frá því fyrir meira en 50 árum.

E.V.A. - Öruggir bílar fyrir okkur öll

Algengar spurningar

Af hverju notar Volvo Cars raungögn?

Þróun okkar í öryggismálum byggir á þekkingu út frá raungögnum þar sem markmið okkar er að gera bílana örugga fyrir alla og vernda fólk í raunverulegum aðstæðum í umferðinni, sem er langt umfram það að takast á við og uppfylla staðlaðar árekstrarprófanir fyrir vottun og áritanir.

Hvernig þróar Volvo Cars örugga bíla út frá raungögnum?

Safnað hefur verið gögnum um meira en 50.000 bíla sem lentu í raunverulegum árekstrum með yfir 80.000 farþega og sett inn í tölfræðigagnagrunninn okkar, sem veitir upplýsingar um hvers vegna áreksturinn átti sér stað og hvernig meiðslin orsökuðust. Við notum niðurstöðurnar við þróun nýrra Volvo-bíla til að vernda fólk betur gegn meiðslum. Með því að safna gögnum á sama hátt í mörg ár getum við kortlagt framfarir okkar og bætt árangur okkar.

Hve lengi hefur Volvo Cars gert tilraunir með kvenkyns árekstrarbrúðum?

Við höfum gert tilraunir með kvenkyns árekstrarbrúðum frá árinu 1995, fyrst með einu smávaxnu kvenkyns brúðunni fyrir framanákeyrslu, HIII 5th percentile. Árið 2001 fórum við að nota smávaxna brúðu fyrir hliðarárekstur, SID2s. Sem fyrsta meðalstóra kvenkyns árekstrarbrúðan í heiminum þróuðum við sýndarlíkan af barnshafandi konu snemma á árinu 2000. Tíu árum síðar fjölgaði enn við árekstrarbrúðufjölskyldunni með meðalstórri kvenkyns árekstrarprufubrúðu til að meta bak- og hálshnykki í aftanákeyrslum og vorum þá eini bílaframleiðandinn sem tók þátt í þróun EvaRID.

Hvernig friðhelgi fólks sem lenti í árekstrunum tryggð?

Við erum að deila þekkingu sem við fengum úr árekstrunum frekar en gagnagrunninum, sem þýðir að ekki er hægt að rekja neinar persónulegar upplýsingar um fólkið sem átti hlut að máli. Volvo Cars notar upplýsingarnar til öryggisrannsókna sem varða lögmæta hagsmuni samkvæmt persónuverndarlögum, þ.m.t. GPDR.

Hvað stendur E.V.A FYRIR? Um hvað snýst framtakið?

E.V.A stendur fyrir Equal Vehicles for All. Volvo deilir þekkingunni sem fengist hefur úr rannsóknum á raunverulegum árekstrum síðan fyrir meira en áratug og kallar eftir því að iðnaðurinn geri bíla jafnörugga fyrir alla, óháð kyni, aldri, hæð, lögun eða þyngd.

Hvaða þekkingu felur E.V.A.-átakið í sér?

Þekkingin sem veittur er aðgangur að og hægt er að hlaða niður í gegnum þetta verkefni samanstendur af meira en 150 rannsóknarritgerðum. Þetta er samansafn af hluta rannsóknanna á bak við þróun öryggisnýjunga í Volvo-bílum frá 6. áratugnum.

Hvað er fáanlegt á stafræna bókasafninu?

Yfir 160 rannsóknarritgerðum um verndun farþega hefur nú verið hlaðið upp á þetta safn. Það stækkar með fleiri greinum á þessu sviði og öðrum. Á safninu eru rannsóknarritgerðir um allar tegundir áverka (t.d. bakhnykksáverka, áverka á höfði, brjóstkassa og hrygg og áverka á efri og neðri útlimum) við allar tegundir árekstra. Á bókasafninu er einnig að finna rannsóknarritgerðir um öryggi barna. Í framtíðinni verður það útvíkkað til að ná yfir fleiri rannsóknir Volvo.

Öryggisbúnaður Volvo bíla er viðbót við örugga akstursaðferðir og er ekki ætlaður til að gera eða hvetja til að keyra annars hugar eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.