Volvo V60 Recharge

Volvo V60 Recharge

Volvo V60 Recharge

Hannaður fyrir alla

Njóttu kraftmikils skandínavísks tengitvinnskutbíls. Tryggur fararskjóti í næsta ævintýri.

Hybrid

Plug-in

Allt að58km

Drægni á rafmagni

AWD

Drif

529lítrar

Farangursrými

Innanrými Volvo V60 Recharge með gráu áklæði úr ullarblöndu á sætum.
Nærmynd af framljósum drapplitaðs Volvo V60 Recharge.

Kynntu þér V60 Recharge. Tengiltvinnskutbíllinn sem hannaður er með tilgangi fyrir móður jörð og gerður fyrir kraftmikinn akstur.

Engar málamiðlanir

Þegar raforkan bætist við aksturinn verður úr tengiltvinn rafbíll sem tekur tillit til framtíðar án þess að skerða upplifun líðandi stundar.

GERÐU HANN AÐ ÞÍNUM

Þetta er þitt líf - sjáðu til þess að V60 Recharge endurspegli það. Veldu R-Design fyrir sportlegri stemmningu eða hækkaðu í lúxusnum með Inscription.

Tær snilld

Pure-rafakstursstillingin gerir þér kleift að aka tengiltvinn rafbílnum án útblásturs. Með fullhlaðinni rafhlöðu er hægt að aka bílnum í og úr vinnu á rafmótornum einum saman.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þetta er gert með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum eða stýrisaðstoð ef ökumaðurinn bregst ekki við.*

Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.**

* Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefna í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.

Á þínum forsendum. Vertu við stjórnvölinn öllum stundum með hagnýtum búnaði, í framúrskarandi þægindum.

Bíllinn þinn, búnaðurinn þinn

Hjól, kajak, skíðabúnaður - við eigum aukahlutina sem tryggja að búnaðurinn þinn sé öruggur og haldist á sínum stað.

Rúmgott farþegarými

Þú þarft ekki að stíga úr V60 Recharge til að slaka á og teygja úr fótleggjunum. Þú nýtur þín í rúmu farþegarými í sæti með góðum stuðningi.

Snertilaus opnun á farangursrýminu

Með báðar hendur fullar? Ef lykillinn er nærri er nóg að hreyfa fótinn undir afturstuðaranum til að opna eða loka farangursrýminu.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fáanlegar fyriar alla útlits- eða vélavalkosti.