Skip to content

Volvo V90 Recharge

Plug-in Hybrid

Volvo V90 Recharge

Volvo V90 Recharge

Plug-in Hybrid

Sérsmíðuð þægindi. Fullbúinn í ævintýrin.

Upplifðu þennan margrómaða skandinavíska skutbíl með innbyggðri Google þjónustu. Fágað afrep í amstri dagsins. Akstur með velferð komandi kynslóða í huga.

Hybrid

Plug-in

Allt að61km

Drægni á rafmagni

AWD

Drif

Google

Innbyggt

Innanrými Volvo V90 Recharge, grátt áklæði úr ullarblöndu á sætum.
Inni í Volvo, gírstöng með ekta sænskum kristal frá Orrefors.
Innanrými Volvo V90 Recharge, grátt áklæði úr ullarblöndu á sætum.
Inni í Volvo, gírstöng með ekta sænskum kristal frá Orrefors.
Afturhlutinn á gráum Volvo V90 Recharge.
Maður hallar sér upp að bílskúrnum sínum, þar sem sjá má rauðan Volvo V90 Recharge.
Innanrými í Volvo V90 Recharge, blanda af við, leðri og tauáklæði.

Minni útblástur, engar málamiðlanir.

Þegar raforkan bætist við aksturinn verður úr tengiltvinn rafbíll sem tekur tillit til framtíðar án þess að skerða upplifun líðandi stundar. Í Pure-rafakstursstillingunni breytast daglegar ferðir í umhyggjusamari akstur með minni útblæstri.

Drægni í Pure-rafakstursstillingu

Í Pure-rafakstursstillingu geturðu ekið allt að 61 km á einni hleðslu.

Fágaður kraftur

V90 Recharge skilar fágaðri afköstum og lipurri og öflugri akstursupplifun.

Vertu við stjórnvölinn með leiðandi tækni og innbyggðri Google þjónustu.

Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla

Google Map og handfrjáls stjórnun með Google Assistant, rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.

Þægindi í bílnum

Með Google Assistant í bílnum geturðu fengið leiðbeiningar, notið afþreyingar, verið í tengslum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga og stillt af stemninguna í farþegarýminu - allt án þess að taka hendur af stýri. Segðu bara: „OK Google“ til að hefjast handa.

Komdu fleiru í verk á ferðinni

Með Google geturðu tengt eftirlætis forritin og tækin þín svo engin verkefni sitji á hakanum yfir daginn. Í bílnum geturðu tengst samhæfum tækjum heimilisins á einfaldan máta fyrir þægindi og hugarró á ferðinni.

Sökktu þér í fyrsta flokks margmiðlunarefni og hljóðupplifun.

Notaðu handfrjálsa stjórnun til að spjalla við Google í V90 Recharge. Kunnuglegt viðmótið gerir þér kleift að njóta afþreyingar og eiga samskipti við fjölskyldu, vini og vinnufélaga með raddskipunum. Með aðgang að forritum á Google Play og háþróuðu hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins, sem er í boði sem aukabúnaður, hefur þú, bíllinn þinn og tilveran aldrei verið samtengdari.

Google Assistant

Handfrjáls hjálp í bílnum.

Bílaforrit sem í boði eru á Google Play í V90 Recharge.
Bowers & Wilkins

Njóttu hágæðahljómburðar.

Google Play

Vertu í tengslum við þitt stafræna líf.

Gerðu hann að þínum Kynntu þér hugvitsamleg og sérsniðin þægindi.

Farangursrýmið í Volvo V90 Recharge með glæsilegum, brúnum hægindastól.
Innanrými Volvo V90 Recharge, grátt áklæði úr ullarblöndu á sætum.
Sérsniðin lýsing í farþegasæti Volvo V90 Recharge.
Farangursrýmið í Volvo V90 Recharge með glæsilegum, brúnum hægindastól.

Endurhannaðu rýmið

Fjölbreyttir möguleikar á hleðslu og sætauppröðun ásamt rúmgóðri hönnun bjóða upp á afslappaða bílferð. Safnaðu saman allri fjölskyldunni, pakkaðu öllum búnaðinum og ferðastu með stæl.

Innanrými Volvo V90 Recharge, grátt áklæði úr ullarblöndu á sætum.

Opinn himinn

Hægt er að opna og halla þakglugganum og brúa þannig bilið á milli náttúrunnar og farþegarýmisins og njóta ferska loftsins um leið.

Sérsniðin lýsing í farþegasæti Volvo V90 Recharge.

Sérsniðin lýsing í farþegarými

Hægt er að nota LED-ljósin í V90 Recharge til að stilla birtustigið og skapa þína eigin stemningu inni í bílnum.

Gerðu hann að þínum

Farangursrýmið í Volvo V90 Recharge með glæsilegum, brúnum hægindastól.
Endurhannaðu rýmið

Fjölbreyttir möguleikar á hleðslu og sætauppröðun ásamt rúmgóðri hönnun bjóða upp á afslappaða bílferð. Safnaðu saman allri fjölskyldunni, pakkaðu öllum búnaðinum og ferðastu með stæl.

Innanrými Volvo V90 Recharge, grátt áklæði úr ullarblöndu á sætum.
Opinn himinn

Hægt er að opna og halla þakglugganum og brúa þannig bilið á milli náttúrunnar og farþegarýmisins og njóta ferska loftsins um leið.

Sérsniðin lýsing í farþegasæti Volvo V90 Recharge.
Sérsniðin lýsing í farþegarými

Hægt er að nota LED-ljósin í V90 Recharge til að stilla birtustigið og skapa þína eigin stemningu inni í bílnum.

Dökkur Volvo V90 Recharge ekur á þröngum vegi meðfram ströndinni.
Hjálparhönd

Stuðningur með akstursaðstoð getur auðveldað þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum á undan með því að stilla hraðann og halda þér á miðri akreininni með smávægilegum hreyfingum stýrisins.

Innanrými Volvo, sjónlínuskjár varpar upplýsingum um aksturshraða og leiðsögn á framrúðuna.
Haltu einbeitingu

Sjónlínuskjárinn gerir þér kleift að fylgjast með hraðanum, fara eftir nákvæmri leiðsögn, svara símtölum og fleira. Allt þetta án þess að líta af veginum.

Aftursætishönnunin í Volvo V90 Recharge.
Lúxus án leðurs

Sérsniðið áklæði úr ullarblöndu endurspeglar virðingu okkar fyrir leðurlausum og náttúrulegum efnum.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þetta er gert með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.*

Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.**

* Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefna í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.*** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Stýrisaðstoð er virk þegar ökutækið er á milli 60 og 140 km/klst.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

Minna álag í mikilli umferð

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Komið í veg fyrir árekstra

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þetta er gert með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.*

Bakkað af öryggi

Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.**

Aðstoð þvert á aðkomandi umferð

Öryggisaðstoðartæknin okkar getur orðið að liði þegar beygja þarf þvert á aðkomandi umferð, með sjálfvirkri hemlun ef hætta er á árekstri.

Greinir og leiðréttir skrið

Ef bíllinn fer á skrið við miðlínuna skapast hætta á árekstri við bíla úr gagnstæðri átt. Bíllinn getur greint þetta og leiðrétt og komið þér aftur á réttan kjöl á veginum.***

360° yfirsýn yfir bílastæði

Leggðu V90 Recharge af meira öryggi – fjórar myndavélar tryggja útsýni á alla vegu ásamt 360° yfirsýn á meðan hliðarskynjarar vara við nálægum hlutum.

* Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefna í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.*** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Stýrisaðstoð er virk þegar ökutækið er á milli 60 og 140 km/klst.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslum eða vélum.

Google, Google Play og Google Maps eru vörumerki Google LLC.