Rafbíll í hleðslu með Plugsurfing
Evrópsk hleðsluþjónusta fyrir allar gerðir rafbíla

Volvo Cars og Plugsurfing hafa hafið samstarf sem veitir þér aðgang að einu af stærsta neti hleðslustöðva í Evrópu.
Plugsurfing þjónustar þig með yfir 200.000 hleðslustöðvum í 38 Evrópulöndum, hvort sem er við daglegan akstur eða lengri akstur á milli landa.
Þú þarft ekki marga notandareikninga og forrit. Plugsurfing-forritið og -hleðslulykillinn gera þér kleift að hlaða Volvo-bílinn þinn á einfaldan máta á hleðslustöðvum allra helstu þjónustuaðila Plugsurfing.
Plugsurfing neyðir þig ekki til að binda þig í áskrift. Þú greiðir eingöngu fyrir þá hleðslu sem þú nýtir og færð sendan reikning mánaðarlega. Frekari upplýsingar um verð og skilmála eru á www.plugsurfing.com.
Fáðu Plugsurfing með Volvo-rafbílnum þínum

Plugsurfing-reikningur fylgir öllum Volvo Recharge-rafbílum, sem veitir þér aðgang að einu stærsta og besta hleðslustöðvaneti Evrópu.

Beint í hleðslu með einfaldri uppsetningu og stuðningi
Þegar þú kaupir Volvo Recharge rafbíl færðu Plugsurfing kaupauka, sem inniheldur Plugsurfing hleðslulykil. Við aðstoðum þig við uppsetningu reikningsins, hvernig hægt er að finna hleðslustöðvar með Android upplýsinga- og afþreyingakerfi bílsins og hvernig þú notar Plugsurfing-forritið og -hleðslulykilinn.