Upplýsingar um Volvo innköllun

Merki söluaðila Volvocars

Fyrir öryggi allra

Hjá Volvo Cars er öryggi kjarninn í öllu sem við gerum. Við einblínum ekki aðeins á að smíða bíla sem fara með þig þangað sem þú vilt fara, heldur gera það líka á sem öruggastan hátt. Sama hvort þú ert hávaxinn eða lágvaxinn, kona eða karl, ungur eða gamall. Markmið okkar er að búa til bíla sem eru öruggir fyrir alla.

Í öllu ferlinu við að hanna og smíða Volvo setjum við fólk í fyrsta sæti og gerum sjónarhorn þitt að okkar. Áður en nýr Volvo yfirgefur verksmiðjuna fer hver einasti bíll í gegnum umfangsmikið gæðaeftirlit, til að tryggja að allt standist kröfurnar okkar. En starfinu okkar lýkur ekki þar. Með gæðakerfi og nánu samstarfi við alþjóðlegt sölunet fylgjumst við með öllum árgerðum Volvo til að sjá hvernig raunverulegur akstur hefur áhrif á bílinn og íhluti hans.

Öryggisskuldbindingin okkar varir alla ævi.

  Öryggisinnköllun

  Þrátt fyrir ítarlegar prófanir og eftirfylgni, geta komið upp vandamál sem rekja má til uppbyggingu og smíði bílsins eða bílahluta. Stundum eru það mál sem þú munt ekki einu sinni taka eftir, eins og hugbúnaðaruppfærsla sem við sjáum um í næstu þjónustuskoðun. En í mjög sjaldgæfum tilvikum verðum við að kalla inn bílinn og biðja þig um að hafa samband við Volvo söluaðila til að láta gera við það sem þarf. Þetta á sérstaklega við þegar við lendum í málum sem geta haft áhrif á öryggi þitt, jafnvel þó að engin slík atvik hafi verið tilkynnt.

   Algengar spurningar um innköllun á öryggisbelti

   Af hverju er öryggisinnköllun?

   Rannsóknir Volvo Cars komið auga á vandamál varðandi festingu bílbeltis í framsætisinu, fest á ytri hlið framsætisins. Undir vissum kringumstæðum getur styrkurinn í bílbeltafestingunni í framsætinu minnkað með tímanum.

   Hvaða ökutæki eiga í hlut?

   Ökutækin sem eiga í hlut eru eldri árgerðir S60, S60 Cross Country, V60, V60 Cross Country, XC60, V70, XC70 og S80 bílar framleiddir á árunum 2007 og 2020.

   Er öruggt að keyra bílinn minn? Hvað á ég að gera ef ég hef áhyggjur af öryggisbeltinu mínu?

   Við höfum engar upplýsingar um nein tengd atvik vegna þessarar inkallanar.

   Þar til búið er að gera við bifreiðina þína mælum við með því að ökumaðurinn og farþeginn passi upp á að öryggisbeltisfestingin sé í lóðréttri stöðu, í línu við bakstoðina, svo að hún beygist ekki yfir sætið þegar sest er. Þetta dregur úr hættu á skemmdum á öryggisbeltinu.

   Vísir um þetta sést í skemmdum á gúmmíhylkinu sem snúran er í. Á meðan við munum vinna að því að laga alla bílana sem verða fyrir áhrifum eins fljótt og auðið er getur þú haft samband við söluaðila til að kíkja á beltisfestinguna, ef þú hefur áhyggjur.

   Hver borgar fyrir vinnuna ef ég fer með bílinn minn til söluaðila Volvo?

   Volvo Car á Íslandi mun standa straum af kostnaði við öll innköllunartengd verk sem Volvo söluaðili telur nauðsynleg.