Article version 2021.186.0

Friðhelgistilkynning – Volvo ID

Gildir frá:

Útgefið þann:

Þetta skjal lýsir hvernig Volvo Cars (eins og skilgreint að neðan) framkvæmir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum þegar þú stofnar og notar Volvo auðkenni þitt til að fá aðgang að þjónustu í stafræna vistkerfi Volvo Cars (hér eftir „Volvo auðkenni").

Að neðan finnur þú:

1. Hverjir við erum

Einingin sem ber ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga í tengslum við stofnun og notkun Volvo auðkennis þíns er Volvo Car Corporation, með skráða skrifstofu á Assar Gabrielssons Väg, SE-405 31, Gautaborg, Svíþjóð, skráningarnúmer fyrirtækis 556074-3089, hér eftir vísað til sem „Volvo Cars", „við" eða „okkur".

2. Hvaða persónuupplýsingar við söfnum og hvers vegna

Stofnun og notkun Volvo auðkennis þíns til að fá aðgang að þjónustu í stafræna vistkerfi Volvo Cars felur í sér vinnslu á eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga:

Við söfnun frá þér auðkennum þínum (eins og fornafni og eftirnafni, símanúmeri, tungumálastillingum, landi, netfangi og lykilorði) til að stofna reikning hjá okkur, veita þér aðgang að þjónustunni Volvo Cars sem krefst Volvo auðkennis og eiga samskipti við þig varðandi þitt Volvo auðkenni. Lagagrundvöllur þessarar gagnavinnslu er efndir samningsins sem þú hefur gert við Volvo Cars (b-liður gr. 6.1. GDPR).

Til að veita yfirlit yfir Volvo auðkenni þitt og tengda þjónustu þess á gátt Volvo auðkennis, er vinnsla okkar á Volvo auðkenni, upplýsingar um ökutæki þitt (VIN, bifreiðaupplýsingar) og þjónustu tengda Volvo auðkenni þínu. Lagagrundvöllurinn fyrir þessari vinnslu eru lögmætir hagsmunir ((gr. 6.1.f) GDPR) í því skyni að setja fram í stórum dráttum alla bíla og þjónustu sem tengjast Volvo auðkenni þínu.

Við framkvæmum einnig úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum í tilgangi bilanagreiningar, í tengslum við stofnun eða notkun Volvo auðkennis þíns, til að bæta áreiðanleika vöru okkar. Við notum síðan hluta af Volvo auðkenni þínu (notandanafn og notandaauðkenni). Lagagrundvöllurinn fyrir þessu er lögmætir hagsmunir okkar (f-liður gr. 6.1. GDPR) fyrir að tryggja stöðugleika og áreiðanleika vörunnar fyrir þig.

3. Hversu lengi við geymum gögnin þín

Við munum geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og þú ert með skráð Volvo auðkenni. Ef þú eyðir Volvo auðkenni þínu (sem þú getur gert í gegnum Volvo auðkennisgáttina) verður Volvo auðkenninu ásamt tengdum gögnum eytt þrjátíu (30) dögum eftir eyðingarbeiðni þína.

4. Með hverjum við deilum persónuupplýsingunum þínum

Flokkar okkar á vinnsluaðilum sem styðja afhendingu á Volvo auðkenni eru:

 • sköpun reiknings og þjónustuveitandi auðkenningar;
 • gagnahýsing
 • dreifing á tölvupóstum og smáskilaboðum
 • bilanaleit þjónustuveitanda

Þeir eru takmörkunum bundnir samkvæmt samningi varðandi getu þeirra til að nota persónuupplýsingar þínar fyrir allan annan tilgang en þann að veita þjónustu fyrir okkur í samræmi við hvern gagnavinnslusamning í gildi. Í sumum þessara tilfella felur notkun vinnsluaðila í sér takmarkaðan flutning á persónuupplýsingum utan Evrópusambandsins. Við höfum gert varúðarráðstafanir til að takmarka slíka flutninga við það sem er að lágmarki nauðsynlegt, og innifelum aðeins gögn sem auðkenna þig ekki beint og valda því lítilli áhættu í tilfellu óheimillar birtingar.

5. Réttindi þín í tengslum við gagnavinnsluna sem við framkvæmum

Sem skráður aðili hefur þú ákveðin lagaleg réttindi samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig. Þau eru útskýrð í stuttu máli að neðan og þú getur beitt þeim með því að fylla út þar til gert eyðublað sem vísað er til að neðan.

 1. Réttur til að draga til baka samþykki: Þar sem þú hefur veitt samþykki þitt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga þinna getur þú hvenær sem er afturkallað það og gildir sú afturköllun eftirleiðis.
 2. Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum þínum: Þú mátt biðja okkur um upplýsingar varðandi persónuupplýsingar sem við geymum um þig. Við munum útvega þér afrit af persónuupplýsingum þínum samkvæmt beiðni. Ef þú biður um fleiri afrit af persónuupplýsingum þínum megum við rukka þig um sanngjarnt gjald sem við byggjum á kostnaðinum við umsjón. Þú hefur rétt á upplýsingum um varúðarráðstafanir okkar vegna flutnings persónuupplýsinga þinna til landa sem eru utan ESB og EES ef þú biður um að við staðfestum hvort við vinnum úr persónuupplýsingum þínum eða ekki, og hvort við flytjum persónuupplýsingar þínar til lands sem er utan ESB og EES.
 3. Réttur til leiðréttingar: Þú getur fengið frá okkur lagfæringu á röngum eða ófullkomnum persónuupplýsingum varðandi þig. Við sýnum sanngjarna viðleitni til að halda persónuupplýsingum í okkar vörslu eða umsjá sem notaðar eru reglulega, nákvæmum, heildstæðum, uppfærðum og viðeigandi, byggt á nýjustu upplýsingum sem eru tiltækar fyrir okkur.
 4. Réttur til takmörkunar: Þú getur farið fram á það við okkur að vinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð, ef:
  1. þú efast um nákvæmni persónuupplýsinga þinna, við þurfum að sannreyna nákvæmnina á tímabilinu,
  2. úrvinnslan er ólögleg og þú biður um takmörkun á vinnslu fremur en að láta eyða persónuupplýsingum þínum,
  3. við þurfum ekki lengur persónuupplýsingar þínar í tilgangi úrvinnslunnar en þú þarft þær til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur, eða
  4. þú mótmælir vinnslunni meðan við sannreynum hvort okkar lögmætu ástæður séu yfirsterkari þínum.
 5. Réttur til færanleika: Þú hefur rétt til að fá persónuupplýsingar þínar sem þú hefur útvegað okkur, og, þar sem það er tæknilega mögulegt, biðja um að við flytjum persónuupplýsingar þínar (sem þú hefur veitt okkur) til annarrar stofnunar/fyrirtækis, ef:
  1. við vinnum úr persónuupplýsingum þínum á sjálfvirkan hátt;
  2. við byggjum úrvinnsluna á persónuupplýsingum þínum á samþykki þínu, eða úrvinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum er nauðsynleg til að framfylgja eða efna samning sem þú ert aðili að;
  3. þú útvegar okkur persónuupplýsingar þínar; og
  4. réttindi þín til færanleika hafa ekki neikvæð áhrif á réttindi og frelsi annarra einstaklinga.
  Þú hefur rétt til að fá persónuupplýsingar þínar á skipulegu, almennt notuðu og tölvulæsilegu sniði. Réttur þinn til að fá persónuupplýsingar þínar má ekki hafa slæm áhrif á réttindi eða frelsi annarra einstaklinga. Réttur þinn til að fá persónuupplýsingar þínar fluttar frá okkur til annarrar stofnunar/fyrirtækis er réttur sem þú hefur ef slíkur flutningur er tæknilega mögulegur.
 6. Réttur til eyðingar: Þú átt rétt á því að biðja um að við eyðum þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig. Við verðum að hlíta þessari beiðni ef við vinnum úr persónuupplýsingum þínum, nema úrvinnslan sé nauðsynleg:
  1. til að nýta réttinn á tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi;
  2. til að hlíta lagalegri skuldbindingu sem krefst úrvinnslu samkvæmt lögum aðildarríkis sem okkur ber skylda að fara eftir;
  3. í tilgangi sem varðar almannahag, vísindalegar eða sögulegar rannsóknir eða í tölfræðilegum tilgangi; eða
  4. til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
 7. Réttur til að andmæla: Þú mátt andmæla – hvenær sem er – úrvinnslu persónuupplýsinga þinna vegna sérstakra aðstæðna þinna, svo framarlega sem úrvinnslan er ekki byggð á samþykki þínu heldur lögmætum hagsmunum okkar eða þriðja aðila. Í þessu tilfelli munum við ekki framkvæma meiri úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum nema við getum sýnt fram á óyggjandi lagalegan grundvöll og brýna hagsmuni fyrir úrvinnslunni eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur. Ef þú andmælir úrvinnslunni tilgreindu þá hvort þú viljir einnig að við eyðum persónuupplýsingum þínum, annars munum við aðeins takmarka þær. Þú hefur einnig rétt til að andmæla hvenær sem er, óháð öllum ástæðum, vinnslu persónuupplýsinga þinna fyrir beina markaðssetningu (sem innifelur persónugreiningu að því marki sem það er viðkomandi slíkri beinni markaðssetningu), ef slík vinnsla var byggð á lögmætum hagsmunum okkar. Ef markaðssetningin var byggð á samþykki þínu getur þú dregið það tilbaka (sjá að ofan).
 8. Réttur til að bera fram kvörtun: Þú getur lagt fram kvörtun til staðbundins eftirlitsyfirvalds varðandi persónuvernd eða til hvaða annars yfirvalds í málefnum persónuverndar innan ESB. Hinsvegar værum við þakklát ef þú vildir hafa samband við okkur fyrst til að reyna að leysa vandamál þitt – þú getur fundið samskiptaupplýsingar okkar að neðan.

Þú getur nýtt rétt þinn í tengslum við okkur með því að fylla út þetta eyðublað, sem mun hjálpa okkur að afgreiða fyrirspurn þína á réttan hátt. Eyðublaðið á netinu inniheldur upplýsingarnar sem við þurfum til að sannreyna auðkenni þitt og fara yfir beiðni þína. Fyrir beiðnir sem gerðar eru í síma eða með tölvupósti þarft þú að veita okkur nægilegar upplýsingar sem gera okkur kleift að sannreyna á sanngjarnan hátt að þú sért einstaklingurinn sem við söfnuðum persónuupplýsingum um og lýsa beiðni þinni í nægilegum smáatriðum til að við getum metið hana og brugðist við á réttan hátt. Ef okkur tekst ekki að sannreyna auðkenni þitt fyrir aðgangs- eða eyðingarbeiðni með þeim upplýsingum sem veittar eru þá gætum við beðið þig um viðbótarupplýsingar.

6. Samskiptaupplýsingar

Til að nýta rétt þinn skaltu sjá hluta 5 hér að ofan. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar er varða verndun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi samskiptaupplýsingum:

Volvo Car Corporation

Póstfang: Assar Gabrielssons väg, SE-405 31, Gothenburg, Sweden

Netfang: globdpo@volvocars.com

7. Breytingar á friðhelgistilkynningu okkar

Við áskiljum okkur réttinn, að eigin undirlagi, til að breyta venjum okkar varðandi friðhelgi og uppfæra og gera breytingar á þessari friðhelgistilkynningu hvenær sem er. Í hvert sinn sem við gerum verulegar breytingar á þessari tilkynningu, og sérstaklega þegar samþykki þitt liggur til grundvallar tilkynningunni, þá munum við upplýsa þig um breytingarnar. Þessi friðhelgistilkynning er uppfærð til þess dags sem kemur fram efst í skjalinu.