Drægnirannsóknir Volvo

Hver er drægni Volvo rafbíls? Notaðu gagnvirka drægni kerfið okkar til að komast að því.

XC40 Recharge Twin

XC40 Recharge Twin

Samkvæmt opinberum WLTP-vottuðum gögnum er drægni Volvo XC40 Recharge Twin 418 km í blönduðum akstri. Raundrægni við raunverulegar aðstæður er breytilegt eftir aksturslagi, hitastigi, notkun á hita- og loftstýringu bílsins og öðrum þáttum svo sem hæð yfir sjávarmáli, veðri og undirlagi. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um hvernig aksturslag og hitastig geta haft áhrif á drægni.
*Sjá eftirfarandi upplýsingar og fyrirvara.

Með fulla hleðslu er áætlað að þú komist allt að

0

km
Akstursaðstæður - Borg

Borgarakstur og hægur meðalhraði eru gjarnan kjöraðstæður fyrir rafbíla.

Veldu hitastig utandyra

Heitt: Álag á rafhlöðuna er meira í heitu loftslagi ef loftkælingin er í gangi og hefur það því áhrif á drægni.

Loftkæling - Slökkt

Notkun loftkælingarinnar veldur auknu álagi á rafhlöðuna í mildu og heitu loftslagi, sem hefur áhrif á drægni.

Varmadæla

Með innbyggðri varmadælu er ekki þörf á eins mikilli orku til að hita upp farþegarýmið og rafhlöðuna og það skilar sér í meiri drægni.

*WLTP-prófun er stöðluð og fer fram við stýrðar aðstæður. Áætluð drægni sem gefin er upp við aðstæðurnar hér að ofan er fengin úr niðurstöðum tilrauna og er einungis ætlað að sýna fram á möguleg áhrif aksturslags, hitastigs, notkunar loftkælingar og uppsetningar varmadælu á drægni. Ofangreind áætluð drægni er fengin með prófunum Volvo Cars í tilraunamiðstöð og við raunverulegar aðstæður og ekki er tekin ábyrgð á niðurstöðunum. Raunverulegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þeim sem greint er frá hér að ofan. Áætluðu tölurnar sem eru feitletraðar hér að ofan miðast við fullhlaðna rafhlöðu þar sem bílnum er ekið þar til hleðsla hennar tæmist í einni ferð.

Skoðaðu rafbílana okkar nánar.

Blár Volvo C40 Recharge frá hlið.
C40 Recharge

Fyrsti Crossover bíllinn okkar sem gengur fyrir hreinu rafmagni.

  • 444 km drægi á rafmagni*
  • 100% leðurlaust innanrými

* Tölurnar eru byggðar á WLTP gögnum sem fengust við sérstakar prófunaraðstæður. Raundrægni og rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Jökulsilfraður Volvo XC40 Recharge Rafmagnsjeppi í hleðslu í bleikri borg.
Fáanlegur í netsölu
XC40 Recharge
Verð frá 8.090.000 kr. Ráðlagt verð frá framleiðanda

Kynntu þér hreina rafmagnsjeppann okkar.

  • Allt að 418 km drægi á rafmagni*
  • Snjallar geymslulausnir

* Tölurnar eru byggðar á WLTP gögnum sem fengust við sérstakar prófunaraðstæður. Raundrægni og rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Kynntu þér rafvæðingu

Kynntu þér eignarhald og akstur Volvo Recharge.