Bíllinn sem kemur þér í burtu.
Skandinavíski lúxusskutbíllinn, sniðinn að lífsins leiðangri.
AWD
Drif
2,400kg
Dráttargeta
204mm
Hæð frá jörðu
95%
Ferskt loft í farþegarýminu


Aðlagast öllum vegum
Það er sama hvert ævintýrin leiða þig, aðstoðarkerfi og háþróað aldrifið skapa viðbragðsþýða akstursupplifun við flest akstursskilyrði. Veldu mild hybrid með minni eldsneytisnotkun og útblæstri.
Með torfærustillingum, brekkuaðstoð, stórum felgum og veglegri veghæð eru þér allir vegir færir.
Loftfjöðrunin að aftan bregst við samstundis til að viðhalda hæð, stöðugleika og þýðleika, sem gerir aksturinn þægilegan, sama hversu mikinn farangur þú ert með.
Enn betri ævintýri með nýjustu tækni og innbyggðri Google þjónustu.
Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla
Google Map og handfrjáls stjórnun með Google Assistant, rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.
Þægindi í bílnum
Með Google Assistant í bílnum geturðu fengið leiðbeiningar, notið afþreyingar, verið í tengslum við vini, fjölskyldu og vinnufélaga og stillt af stemninguna í farþegarýminu - allt án þess að taka hendur af stýri. Segðu bara: „OK Google“ til að hefjast handa.
Komdu fleiru í verk á ferðinni
Með Google geturðu tengt eftirlætis forritin og tækin þín svo engin verkefni sitji á hakanum yfir daginn. Í bílnum geturðu tengst samhæfum tækjum heimilisins á einfaldan máta fyrir þægindi og hugarró á ferðinni.
Sökktu þér í fyrsta flokks margmiðlunarefni og hljóðupplifun.
Notaðu handfrjálsa stjórnun til að spjalla við Google í V90 Cross Country. Kunnuglegt viðmótið gerir þér kleift að njóta afþreyingar og eiga samskipti við fjölskyldu, vini og vinnufélaga með raddskipunum. Með aðgang að forritum á Google Play og háþróuðu hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins hefur þú, bíllinn þinn og tilveran aldrei verið samtengdari.
Handfrjáls hjálp í bílnum.
Njóttu hágæðahljómburðar.

Vertu í tengslum við þitt stafræna líf.
Volvo með innbyggðri Google-þjónustu
Bíllinn þinn með innbyggðri Google-þjónustu býður upp á hnökralausa samþættingu sem gerir akstursupplifunina tengdari, þægilegri og afkastameiri.
Farðu þínar eigin leiðir. Leyfðu stuðningstækninni að leiða þig áfram.

Haltu einbeitingu
Sjónlínuskjárinn gerir þér kleift að fylgjast með hraðanum, fylgja nákvæmri leiðsögn, svara í símann og fleira. Allt þetta án þess að líta af veginum.

Opinn himinn
Hægt er að opna og halla þakglugganum og brúað þannig bilið á milli náttúrunnar og farþegarýmisins og notið ferska loftsins um leið.

Endurhannaðu rýmið
Fjölbreyttir möguleikar á hleðslu og sætauppröðun ásamt rúmgóðri hönnun bjóða upp á afslappaða bílferð. Safnaðu saman allri fjölskyldunni, pakkaðu öllum búnaðinum og ferðastu með stæl.
Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.
Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.
BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.
Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þetta er gert með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.*
Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.**
* Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefna í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.
** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.*** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Stýrisaðstoð er virk þegar ökutækið er á milli 60 og 140 km/klst.

Stafræn þjónusta
Stafræni pakkinn okkar skapar samhljóm á milli þín, bílsins og netheima og sér til þess að bæði þú og bílinn séuð alltaf tengd. Njóttu snjall- og stuðningstækni frá Volvo og Google í fjögur ár* á borð við: - Google Assistant, GoogleMap og Google Play - þráðlausa þjónustu Volvo Cars - þráðlausa símahleðslu - öll gögn innifalin
*Fjögurra ára áskrift að stafræna pakkanum fylgir V90 Cross Country. Að því tímabili loknu taka nýir skilmálar við.
*Fjögurra ára áskrift að stafræna pakkanum fylgir V90 Cross Country. Að því tímabili loknu taka nýir skilmálar við.
Hvað viltu vita um V90 Cross Country?
Hvaða forrit og þjónusta frá Google fylgja með V90 Cross Country?
V90 Country Cross fylgir Google Map, Google Assistant og Google Play.
Er stafræn þjónusta í áskrift?
Já, fjögurra ára aðgangur að þjónustunni er innifalinn. Að þeim tíma loknum er hægt að framlengja áskriftina ef þú vilt halda áfram að nota þjónustuna.
Hvenær hefst áskriftin að stafrænu þjónustunni og hvað gildir hún lengi?
Áskriftin gildir í fjögur ár. Ef um nýjan bíl er að ræða hefst áskriftin við afhendingu frá söluaðila. Áskriftin er tengd bílnum og ef hann er seldur færist áskriftin yfir á næsta eiganda/notanda.
Eru gögnin sem þarf til að nota stafræna þjónustupakkann innifalin?
Á mörkuðum þar sem Volvo hefur skrifað undir samning við farsímafyrirtæki eru öll nauðsynleg gögn innifalin í fjögur ár í stafræna þjónustupakkanum. Þetta á við um leiðsögn og raddaðstoð, sem og niðurhal og notkun á öðrum forritum (t.d. tónlistarstreymi). Á mörkuðum þar sem samningur við farsímafyrirtæki liggur ekki fyrir verðurðu að tengjast tækinu þínu (Bluetooth-tjóðrun) og nota þína persónulegu gagnaáskrift til að fá aðgang að þessari þjónustu.
Skoða aðrar gerðir

Volvo V90
Upplifðu þennan margrómaða skandinavíska skutbíl með innbyggðri Google-þjónustu. Fágað afrep í amstri dagsins. Akstur með velferð komandi kynslóða í huga.
Frekari upplýsingar um V90 Cross Country
Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslum eða vélum.
Google, Google Play og Google Maps eru vörumerki Google LLC.