C40 Recharge

Helsti búnaður

Allt frá innbyggðu Google til öryggis, þæginda og hljóðhönnunar. Skoðaðu hinn töfrandi C40 Recharge.

Innbyggt Google

Volvo C40 Recharge að taka við sjálfvirkum, þráðlausum uppfærslum.
Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla

Google Maps er innbyggt í C40 Recharge og þú færð rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn sem gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.

Ótakmarkað gagnamagn

Ótakmarkað gagnamagn er innifalið og stafræni þjónustupakkinn okkar er þægileg leið til að samræma líf þitt, lífið með C40 Recharge og stafræna lífið.

Innbyggt Google

Þú færð uppáhaldsforritin þín, eins og Google Assistant, Google Map og fleira á Google Play, beint í bílinn til að tryggja þér góða, einstaklingsmiðaða og óaðfinnanlega akstursupplifun.

Volvo Cars appið

Fínstilltu þægindin og fáðu meira út úr Volvo bílnum þínum. Stafræni þjónustupakkinn okkar býður m.a. upp á fjarþjónustu í gegnum Volvo Cars appið.

Stafrænn þjónustupakki

Það fylgir fjögurra ára áskrift að stafræna pakkanum með C40 Recharge. Að því tímabili liðnu taka nýir skilmálar við.

Það fylgir fjögurra ára áskrift að stafræna pakkanum með C40 Recharge. Að því tímabili liðnu taka nýir skilmálar við.

Þægindi og tækni

Háþróaða loftræstikerfið í Volvo C40 Recharge hjálpar þér og farþegum þínum að njóta betri og heilbrigðari loftgæða.Hreinna loft í farþegarýminu

Háþróuð loftsían í glænýju loftgæðakerfi okkar síar burt allt að 80% allra skaðlegra agna sem berast inn í farþegarýmið. Þú og farþegar þínir getið notið betri og heilsusamlegri loftgæða, óháð skilyrðum utandyra. Jafnvel er hægt að vakta svifryks- og frjókornastöðuna fyrir utan bílinn.

Hjálparhönd

Háþróuð akstursaðstoðarkerfi hjálpa til við að halda öruggri fjarlægð frá öðrum bílum með því að stilla aksturshraðann, halda bílnum á miðri akrein, gefa merki um að taka aftur af stað og jafnvel stöðva bílinn ef ökumaður verður óökufær.

Fjarþjónusta í Volvo Cars appinu til að auka dagleg þægindi.Fjarþjónusta með appinu

Fáðu áskrift að stafrænum þjónustupakka og njóttu fulls aðgangs að allri fjarþjónustu í Volvo Cars-appinu, þar á meðal læsingu og opnun, forhreinsun farþegarýmis, hitun eða kælingu farþegarýmis og ræsingu hleðslu.*

Háþróaða loftræstikerfið í Volvo C40 Recharge hjálpar þér og farþegum þínum að njóta betri og heilbrigðari loftgæða.
Fjarþjónusta í Volvo Cars appinu til að auka dagleg þægindi.
Hreinna loft í farþegarýminu

Háþróuð loftsían í glænýju loftgæðakerfi okkar síar burt allt að 80% allra skaðlegra agna sem berast inn í farþegarýmið. Þú og farþegar þínir getið notið betri og heilsusamlegri loftgæða, óháð skilyrðum utandyra. Jafnvel er hægt að vakta svifryks- og frjókornastöðuna fyrir utan bílinn.

* Fjarþjónusta Volvo Cars appsins er virkjuð í gegnum stafræna þjónustuáskrift. Áskriftin er innifalin í allt að fjögur ár frá afhendingardegi, ef bíllinn er nýr. Að fjórum árum liðnum taka nýir skilmálar gildi.

Fágað hljóð, fyrir öll skynfæri

Þetta úrvals valfrjálsa hljóðkerfi skilar frábærum hljómgæðum sem þú upplifir allt í kringum þig. Það er sama hvers konar tónlist þú kýst, hljóðið snertir þig, umlykur þig og tryggir frábæra upplifun.

Eigðu frábæra tónlistarupplifun

Kerfið er knúið af 600 W stafrænum magnara og með 13 hátölurum, þar á meðal loftræstum bassahátalara. Þín bíður kraftmikil, heildstæð hljóðupplifun sem er sérsniðin að hljóðvist innanrýmisins í Volvo bílnum þínum.

Afburða hátalarakerfi

Einstakur hljóðvinnsluhugbúnaður – Dirac® Unison Tuning – hámarkar svörun hvers hátalara fyrir sig, sem og hátalaranna sem kerfis, sem tryggir að þeir virka í fullkomnu samræmi.

Fyrsta flokks Harman Kardon-hljóðkerfi

Mynd af Haman Kardon-hátalara í hurð Volvo C40 Recharge.

Öryggisaðstoð

360° yfirsýn yfir bílastæði

360° yfirsýn fjögurra myndavéla og hliðarskynjarar þessa kerfis auka yfirsýn yfir hluti til hliðar við bílinn og auðvelda þér að leggja bílnum, óháð því hversu þröngt stæðið er.

Bakkað af öryggi

Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.*

Minna álag í mikilli umferð

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Haltu þig á akreininni

Ef þú byrjar óvart að aka út úr akreininni getur Volvo bíllinn þinn gert þér viðvart með léttum titringi í stýrinu, auk þess að leiðrétta stefnuna.

Komið í veg fyrir árekstra

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þessu er náð með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.**

Sterk yfirbygging

Háþróuð yfirbygging og einstök hlífðargrind um rafhlöðuna eru hannaðar til að verja alla í farþegarými bílsins ef til árekstrar kemur, sem og til að verja farþega annarra ökutækja.

360° yfirsýn yfir bílastæði

360° yfirsýn fjögurra myndavéla og hliðarskynjarar þessa kerfis auka yfirsýn yfir hluti til hliðar við bílinn og auðvelda þér að leggja bílnum, óháð því hversu þröngt stæðið er.

* Akstursaðstoðarkerfi koma ekki í stað athygli og dómgreindar ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.
** Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefnir í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google Map eru vörumerki Google LLC.