C40 Recharge

Hönnun innanrýmis

Skoðaðu C40 Recharge nánar að innan.

Helstu hönnunareinkenni

Baklýst umhverfi

Hönnun innanrýmisins sækir innblástur til landslagsins og miðar að því að skapa náttúrulega, róandi birtu og nútímalegt andrúmsloft með hálfgagnsæjum, baklýstum skreytingum.

Gólfáklæði úr endurunnu efni að hluta

Gólfáklæði, blátt eins og spegilsléttur fjörður, eru að hluta úr endurunnu efni og kallast fallega á við aðra hönnunareiginleika í innanrými.

Leðurlaust innanrými

Við hönnun á innanrými C40 Recharge var ekki notað leður og leitast við að skapa glæsilegt umhverfi með ábyrgri nálgun.

Náttúruleg birta og þægindi

Þakglugginn, sem er staðalbúnaður, er með lagskiptu, lituðu gleri sem ver sérlega vel gegn glömpum og útfjólubláum geislum. Einnig skapar hann ferskara og náttúrulegra umhverfi í farþegarýminu, tryggir þægilegt hitastig og stuðlar að hljóðlátari akstri.

Snjallt geymslurými

C40 Recharge hefur fjölmörg geymslurými og snjalla festi- og farmeiginleika og býður þannig upp á fjölhæfar lausnir fyrir öll verkefni, í leik sem starfi.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.