Helsti búnaður

Með öryggi, þægindi og hljóðhönnun í fremstu röð uppfyllir XC40 Recharge rafmagnsjeppinn allar hugsanlegar kröfur.

Tengd upplifun

Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla

Með Google Map sem er innbyggt í XC40 Recharge rafmagnsjeppann færðu rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn sem gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.

Google hjálpari

Notaðu handfrjálsa stjórnun til að spjalla við Google í Volvo XC40 Recharge rafmagnsjeppanum. Þú getur fengið leiðarlýsingu, notið afþreyingar og verið í sambandi við vini, fjölskyldu og vinnufélaga – þú segir einfaldlega „Ok Google“ til að hefjast handa.

Google Play

Vertu í tengslum við þitt stafræna líf. Með Google Play í XC40 Recharge rafmagnsjeppanum þínum getur þú notið forrita og þjónustu sem gera hverja ferð skemmtilegri og þægilegri.

Volvo XC40 Recharge tekur við sjálfvirkum, þráðlausum uppfærslum.Sjálfvirkar uppfærslur

XC40 Recharge rafmagnsjeppi tekur sjálfkrafa við þráðlausum uppfærslum, sem tryggir að bíllinn verður sífellt betri með tímanum og færir þér alltaf réttar upplýsingar.

Ný forrit í bílnum sýnd á miðjuskjá Volvo XC40 Recharge.Fleiri forrit í bílnum

Við reynum sífellt að gera upplifun þína af Volvo betri og leggjum okkur því fram um að fylgjast með og innleiða stöðugt ný og gagnleg forrit fyrir bílinn til að gera ferðir þínar þægilegri, skemmtilegri, ánægjulegri og vonandi auðveldari.

Volvo XC40 Recharge tekur við sjálfvirkum, þráðlausum uppfærslum.
Ný forrit í bílnum sýnd á miðjuskjá Volvo XC40 Recharge.
Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla

Með Google Map sem er innbyggt í XC40 Recharge rafmagnsjeppann færðu rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn sem gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.

Google þjónustan er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.

Stafrænn þjónustupakki

Það fylgir fjögurra ára áskrift að stafrænum þjónustupakka með rafmagnsbílnum C40 Recharge.Ef þú kýst að endurnýja að þessum tíma loknum þá gilda nýir skilmálar og gjöld.

Það fylgir fjögurra ára áskrift að stafrænum þjónustupakka með rafmagnsbílnum C40 Recharge.Ef þú kýst að endurnýja að þessum tíma loknum þá gilda nýir skilmálar og gjöld.

Þægindi og tækni

Hjálparhönd

Háþróuð aksturaðstoðartækni okkar býður upp á afslappaðri akstur. Hún getur aðstoðað þig við að halda öruggri fjarlægð frá ökutæki fyrir framan með því að stilla hraða bílsins um leið og hún heldur honum á miðri akreininni með smávægilegum sjálfvirkum leiðréttingum á akstursstefnu. Tæknin gagnast einnig í þungri og hægri umferð þar sem oft þarf að stoppa og getur auk þess látið þig vita ef umferðin fer af stað aftur án þess að þú takir eftir því.

Fjarþjónusta í Volvo Cars appinu til að auka dagleg þægindi.Fjarþjónusta úr appi

Skráðu þig í áskrift að stafrænum þjónustupakka og njóttu fulls aðgangs að allri fjarþjónustu í Volvo Cars appinu, þar á meðal læsingu og aflæsingu, forhreinsun klefa og upphitun eða kælingu farþegarýmis.*

Háþróaða loftræstikerfið í Volvo XC40 Recharge hjálpar þér og farþegum þínum að njóta betri og heilbrigðari loftgæða.Hreinna loft í farþegarýminu

Háþróuð loftsían í glænýju loftgæðakerfi okkar síar burt allt að 80% allra skaðlegra agna sem berast inn í farþegarýmið. Þú og farþegar þínir getið notið betri og heilsusamlegri loftgæða, óháð skilyrðum utandyra. Jafnvel er hægt að vakta svifryks- og frjókornastöðuna fyrir utan bílinn.

Margskipt ljós

Þórshamarslöguð margskipt ljós eru hönnuð til að bæta útsýni þitt án þess að blinda aðra vegfarendur. Það er gert með því að nota 84 LED-perur í hvoru ljósi um sig sem laga sig að umferðinni fyrir framan XC40 Recharge en lýsa þrátt fyrir það upp veginn fram undan.

Fjarþjónusta í Volvo Cars appinu til að auka dagleg þægindi.
Háþróaða loftræstikerfið í Volvo XC40 Recharge hjálpar þér og farþegum þínum að njóta betri og heilbrigðari loftgæða.
Hjálparhönd

Háþróuð aksturaðstoðartækni okkar býður upp á afslappaðri akstur. Hún getur aðstoðað þig við að halda öruggri fjarlægð frá ökutæki fyrir framan með því að stilla hraða bílsins um leið og hún heldur honum á miðri akreininni með smávægilegum sjálfvirkum leiðréttingum á akstursstefnu. Tæknin gagnast einnig í þungri og hægri umferð þar sem oft þarf að stoppa og getur auk þess látið þig vita ef umferðin fer af stað aftur án þess að þú takir eftir því.

* Fjarþjónusta Volvo Cars appsins er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.

Fyrsta flokks Harman Kardon-hljóðkerfi

Mynd af Haman Kardon-hátalara í hurð Volvo XC40 Recharge.

Öryggisaðstoð

360° yfirsýn yfir bílastæði

360° yfirsýn fjögurra myndavéla og hliðarskynjarar þessa kerfis auka yfirsýn yfir hluti til hliðar við bílinn og auðvelda þér að leggja bílnum, óháð því hversu þröngt stæðið er.

Bakkað af öryggi

Umferðarskynjari (cross traffic alert) með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.*

Minna álag í mikilli umferð

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Haltu þig á akreininni

Ef þú byrjar óvart að aka út úr akreininni getur Volvo bíllinn þinn gert þér viðvart með léttum titringi í stýrinu, auk þess að leiðrétta stefnuna.

Komið í veg fyrir árekstra

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þessu er náð með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.**

Sterk yfirbygging

Háþróuð yfirbygging og einstök hlífðargrind um rafhlöðuna eru hannaðar til að verja alla í farþegarými bílsins ef til árekstrar kemur, sem og til að verja farþega annarra ökutækja.

360° yfirsýn yfir bílastæði

360° yfirsýn fjögurra myndavéla og hliðarskynjarar þessa kerfis auka yfirsýn yfir hluti til hliðar við bílinn og auðvelda þér að leggja bílnum, óháð því hversu þröngt stæðið er.

* Akstursaðstoðarkerfi koma ekki í stað athygli og dómgreindar ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.
** Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefnir í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google Maperu vörumerki Google LLC.