Kynntu þér framtíð öryggis og nýjunga frá Volvo Cars í þessum fyrirlestri forstjórans, Jim Rowan.

Skynjun umhverfis

Sér lengra og betur en mannsaugað greinir

Aukin skynjun skilar betri stjórn

Framtíðin með LiDAR

Háþróað LiDAR-kerfið, búið ratsjám, myndavélum og úthljóðsskynjurum, vaktar og skapar þrívíða mynd af umhverfi bílsins öllum stundum. Það sér það sem þú sérð mögulega ekki og grípur inn í til að undirbúa bílinn fyrir sjálfvirkan akstur.

360° öryggisskjöldur

Öryggið felst í fjöldanum og það á svo sannarlega við um LiDAR, með sínar 5 ratsjár, 8 myndavélar og 16 úthljóðsskynjara. Fyrsta flokks hugbúnaður stjórnar skynjurunum og tryggir að þeir vinni sem ein heild. Hver einasti skynjari vinnur með hverjum öðrum til að þú getir upplifað öryggi, stuðning og stjórn.

Ökumannsvöktunarkerfi

Tilbúið ef þú ert það ekki

Viðbótarstuðningur þegar á þarf að halda.

Við erum öll fyrirtaks ökumenn en þó kemur fyrir að dagsformið er ekki upp á sitt besta. Ökumannskerfið okkar er hluti af öryggisskildinum sem þú tekur ekki eftir fyrr en þú þarft á honum að halda. Tveir skynjarar í innanrými og skynjun í stýri senda upplýsingar í reiknirit, sem einnig er tengt við skynjara á ytra byrði bílsins. Kerfið skynjar þannig hvort þú ert með hugann við annað eða dottandi og getur þannig gripið inn í og veitt stuðning.

Farþegaskynjun

Lítur eftir öllum um borð

Aukaaugu sem tryggja að enginn gleymist í bílnum.

Nýja farþegaskynjunarkerfið er búið ratsjám í innanrými, sem ná yfir allt frá framsætum aftur í farangursrými, og er hannað til að koma í veg fyrir að farþegar séu skildir eftir við mögulega hættulegar aðstæður. Við vörum ökumanninn við ef viðkomandi er mögulega óvart að læsa sofandi barn eða hund inni í bílnum, auk þess sem miðstöðvarkerfi bílsins getur einnig komið í veg fyrir að viðkomandi farþegi ofkælist eða fái hitaslag, svo dæmi sé tekið.

Ný nálgun, frá og með deginum í dag.

Kynntu þér framtíð öryggis og nýjunga frá Volvo Cars í þessum fyrirlestri forstjórans, Jim Rowan.

*Framtíðartæknin sem lýst er hér að ofan er enn ekki í boði. Tæknilýsingar bíls geta breyst. Búnaðurinn sem er sýndur og lýst er hér á undan er mögulega ekki staðalbúnaður eða ekki í boði með öllum búnaðarpökkum og aflrásum, auk þess sem hann kann að vera breytilegur á milli markaðssvæða.