Skip to content

Volvo Recharge

Rafmagns- og tengiltvinnbílalínan okkar

Kynntu þér hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla frá okkur. Hannaðir fyrir betri akstursmáta.

Sannur lúxus

Upplifðu nýja gerð lúxuss þar sem tafarlaust afl fæst með litlum sem engum útblæstri. Volvo Recharge býður upp á tækni, hönnun og sjálfbær efni sem gefa akstrinum aukið gildi.

Áhersla á öryggi

Frá árinu 1927 hefur öryggið ávallt verið lykilatriði hjá Volvo. Með tilkomu Recharge-línunnar er markmiðið nú að bjóða upp á öruggustu rafamagnsbílana sem völ er á. Fyrir fólkið og framtíð þess.

Tær snilld

Bæði Recharge-rafmagnsbílar og -tengiltvinnbílar bjóða upp á akstur án útblásturs. Í tengiltvinnbílnum velurðu Pure-rafakstursstillinguna til að nota rafmótorinn eingöngu við daglegan innanbæjarakstur.

Recharge aflrásir

Hreinir rafmagnsbílar

Stundum er mesta aflið alveg hljóðlátt, án nokkurs útblásturs. XC40 Recharge rafmagnsbíllinn er framþróun á hjólum, knúinn af háspennurafhlöðu og tveimur rafmótorum.

Tengiltvinnbíll

Minna eldsneyti, betri nýting. Recharge tengiltvinnbílarnir okkar eru bæði búnir rafmótor og brunahreyfli. Þannig geturðu valið um að keyra í "Pure electric" rafakstursstillingu, á "Power" aflstillingu eða "hybrid" stillingu. Þetta veitir þér fullkomna stjórn yfir akstrinum og hversu mikill útblásturinn er.

Viltu vita hvernig þú hleður Volvo Recharge?

Nærmynd frá vinstri af framhluta grás Volvo með hvíta hleðslusnúru tengda við hleðslutengi bílsins

Kynntu þér tengslin á milli hleðslugerða, aflrása og drægni og búðu þig undir rafvæddan akstur.

Kostnaður við eignarhald rafbíls getur verið mun minni en samsvarandi bensínbíls.

Kaupverð

Rafbílar, bæði hreinir og tengiltvinn njóta ívilnunar sem lækkar verð þeirra til bílkaupenda en þessar ívilnanir eru háðar gildistíma og ákveðnum fjöldakvóta. Upphæðin er mismunandi á milli landa.

Viðhaldskostnaður

Færri hreyfanlegir hlutar og minna magn vökva í rafbílum leiðir til lægri kostnaðar vegna þjónustu og viðhalds.

Kostnaður við daglega notkun

Flestir hlaða bílinn sinn heima við eða í vinnunni. Ef þú ert í aðstöðu til að hlaða bílinn að mestu leyti á þessum stöðum er góður möguleiki á að rafmagnið sem þarf til að hlaða bílinn kosti mun minna en eldsneyti fyrir samsvarandi vegalengd.

Grár Volvo ekur eftir vegi með stórgrýti til beggja hliða

Þegar hleðslu verður ekki við komið

Geturðu ekki hlaðið bílinn þinn? Ekkert vandamál. Kynntu þér hinar aflrásirnar okkar. Þú getur valið sparneytni og þýðan akstur mild hybrid bíls.

Hluti af sjálfbærri heildarmynd. Rafbílarnir eru aðeins hluti af metnaðarfullum framtíðarmarkmiðum okkar.

Árið 2020

Við settum nýja línu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla á markað og þar var fyrstur í röðinni rafmagnsjeppinn XC40 Recharge.

Árið 2025

Markmiðið er að 50 prósent þeirra bíla sem við framleiðum verði rafbílar, restin hybrid-bílar.

Árið 2040

Við stefnum á enga losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri okkar, í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins.

Hvað viltu vita um Volvo Recharge?

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fyrir alla útlitskosti, vélavalkosti eða sölusvæði.