Volvo Recharge

Rafmagns- og tengiltvinnbílalínan okkar

Recharge-aflrásir

Hreinir rafmagnsbílar

Stundum er mesta aflið hljóðlátt, með engum útblæstri og minna hljóði yfir allt hraðasviðið. XC40 Recharge rafmagnsbíllinn er framþróun á hjólum, knúinn af háspennurafhlöðu og tveimur rafmótorum.

Tengiltvinn rafbíll

Minna eldsneyti, betri nýting. Recharge tengiltvinnbílarnir okkar eru bæði búnir rafmótor og brunahreyfli. Þannig geturðu valið um að keyra í pure rafakstursstillingu, power stillingu eða hybrid stillingu. Þetta veitir þér fullkomna stjórn yfir akstrinum og hversu mikill útblásturinn er.

Hvað er Volvo Recharge?

Framhluti Volvo við hleðslustöð í hvítu rými innandyra

Rafbílarnir okkar

Hreinir rafmagnsbílar

Sannur Volvo-andi án útblásturs sameinast stefnu okkar um ábyrgan lúxus þar sem lögð er áhersla á að auka notkun á endurunnu og lífrænu efni og draga úr úrgangi.

Innbyggt frá Google

Google er innbyggt og Volvo rafbíllinn tengir þig hnökralaust við stafræna tilveru þína. Bíllinn tekur einnig á móti sjálfvirkum, þráðlausum uppfærslum.

Rúmgott líf

Rúmgott innanrými rafbílanna okkar býður upp á þægilegt rými fyrir þig og alla þá sem þú kýst að deila ferðinni með.

Hliðarsvipur á bláum Volvo C40 Recharge.
Fáanlegur í netsölu
C40 Recharge
Verð frá 8.430.000 kr Ráðlagt verð frá framleiðanda

Fyrsti crossover bíllinn okkar sem gengur fyrir hreinu rafmagni.

  • 444 km drægi á rafmagni*
  • 100% leðurlaust innanrými

* Tölurnar eru byggðar á WLTP gögnum sem fengust við sérstakar prófunaraðstæður. Raundrægi og rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Jökulsilfraður Volvo XC40 Recharge Rafmagnsjeppi í hleðslu í bleikri borg.
Fáanlegur í netsölu
XC40 Recharge
Verð frá 8.230.000 kr Ráðlagt verð frá framleiðanda

Kynntu þér hreina rafmagnsjeppann okkar.

  • Allt að 418 km drægi á rafmagni*
  • Snjallar geymslulausnir

* Tölurnar eru byggðar á WLTP gögnum sem fengust við sérstakar prófunaraðstæður. Raundrægi og rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Kynntu þér rafvæðingu

Kynntu þér eignarhald og akstur Volvo Recharge.

Tengiltvinn rafbílarnir okkar

Endurheimt hemlaorku

Orka sem myndast þegar hemlunarkraftur er beislaður og geymdur í rafhlöðu bílsins til síðari nota, sem gerir þér kleift að keyra á sjálfbærari og hagkvæmari máta.

Afl eftir þörfum

Allir tengiltvinnbílarnir okkar bjóða upp á kraftmikinn og snurðulausan akstur ásamt þýðri og hljóðlátri hröðun. Einnig er hægt að velja úr fjölmörgum akstursstillingum til að fínstilla aksturinn.

Fylgstu með orkunotkuninni

Með Volvo Cars-appinu geturðu fylgst með meðaleldsneytisnotkun, hleðslustöðu rafhlöðunnar og meðalnotkun rafmagns í samanburði við eldsneyti fyrir sjö daga tímabil eða meira.

Hleðslutími eftir þínum þörfum.

Heima við, í vinnunni, í kaffihúsaferðinni eða í lengri ferðum. Skipulagðu hleðsluna þannig að hún henti þínum lífstíl og kringumstæðum..

Jökulsilfraður Volvo XC40-rafbíll í hleðslu í bleikri borg.

XC40 Recharge Rafmagn

Hvað viltu vita um Volvo Recharge?

Við höfum unnið að þróun rafknúinna aflrása frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hér er því um að ræða eðlilega framþróun hvað varðar tæknilegu hliðina og skýr skilaboð um áherslu okkar á sjálfbærar samgöngur og minni losun. Markmiðið er að minnka kolefnisfótspor okkar um 40% á hvern bíl fyrir árið 2025 frá árinu 2018. Og að ná losun niður í núll fyrir árið 2040.

Rafknúnum aflrásum fylgir ýmis ávinningur – allt frá því að draga úr útblæstri við akstur og skila mögulega lægri rekstrarkostnaði yfir í fágaðri akstur og betra viðbragð.

Frá og með 2019 eru allar gerðir okkar í boði með Recharge tengiltvinnaflrásartækni.

Allir rafbílar undirgangast sömu prófanir og bensín- og dísilbílar. Í Evrópu hefur Euro NCAP lengi verið helsta viðmiðið þegar kemur að öryggi bíla. Prófanir hafa orðið strangari með auknum kröfum fyrir t.d. hemla ökutækja. Allir bílar Volvo hafa fengið hæstu einkunn í viðkomandi prófunum. Með háþróaðri öryggistækni XC40 Recharge rafmagnsbílsins bjóðum við auk þess upp á einn öruggasta rafmagnsbíl heims.