
Framtíðin er rafmögnuð
Upplifðu Recharge rafmagns- og tengiltvinnbíla sem eru hannaðir fyrir áreinslulausan og umhverfisvænan akstur.
Hversu rafmagnaður ertu?

Volvo Recharge. Okkar vegferð að umhverfisvænni framtíð.

2019
Allir bílarnir okkar eru fáanlegir plug-in hybrid. Með komu mild hybrid vélanna - verða allir Volvo bílar annað hvort hybrid eða rafmagns. Volvo Recharge er upphafið að umhverfisvænni framtíð.

2020
Rafmagnslína Volvo kynnt til sögunnar með bæði plug-in hybrid og rafmagnsbílum, sá fyrsti verður Volvo XC40 rafmagnsbíllinn. Markmið okkar er að um 20% af árlegri sölu verði plug-in hybrid.

2025
Okkar markmið er að um 50% af seldum bílum verði rafmagnsbílar fyrir árið 2025, hin 50% verði hybrid bílar.

2040
Okkar sýn er að verða hlutlaus í loftlagsmálum allt í gegnum alla virðiskeðjuna okkar sem er í takt við parísarsáttmálann.

XC40 Recharge, sjálfbær hreyfanleiki
360 hugmyndabíllinn, ný leið til að ferðast
Sjálfstýrður hugmyndabíll gefur mynd af því að í framtíðinni verði ferðalög sjálfvirkari, rafmögnuð, sítengd og örugg. Tíminn sem fer í að komast á milli staða verður nýttur í gæðastundir.

Algengar spurningar?
-
Af hverju ákvað Volvo Cars að færa sig yfir í rafknúnar vélar?
Við höfum unnið að nýsköpun á sviði rafmagnsvéla síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir okkur er þetta eðlileg framvinda í tæknimálum og skýr yfirlýsing um fyrirætlanir okkar varðandi sjálfbæra samgöngukosti og minni útblástur.
-
Hvenær verða allir Volvo bílar rafmagns?
Okkar markmið er að vélar okkar verði annað hvort mild hybrid, plug-in hybrid eða al-rafknúnir fyrir 2021.
-
Hverjir eru helstu kostir rafmagnsvélar umfram venjulegan sprengihreyfil?
Rafmagnsknúnum vélum fylgir ýmiss konar ávinningur – frá því að draga úr útblæstri og eldsneytiskostnaði til þess að hafa fljótara viðbragð þegar lagt er af stað.
-
Eru ekki rafmagnsvélar dýrari en venjulegar bensín- eða dísilvélar?
Það fer eftir ýmsu. Við munum innan tíðar bjóða upp á mismunandi rafknúnar vélar, frá mild hybrid og plug-in hybrid til al-rafknúinna bíla. Rafknúnar vélar krefjast minna viðhalds og þurfa minna eldsneyti og kostnaður við rafhlöðurnar er orðinn það lítill að það er orðið skynsamlegt að velja rafbíla.
-
Hvar og hvernig hleð ég bílinn minn?
Flestir hlaða bílinn sinn heima yfir nóttina, með hleðslustöð á bílastæði eða í bílskúr. Aðrir geta hlaðið bílinn sinn í vinnunni eða á hleðslustöðvum fyrir almenning, sem verður sífellt auðveldara að finna.
-
Hvað tekur langan tíma að hlaða rafhlöðuna?
Hleðslutími veltur á aflgjafanum og straumstyrk hans. Hægt er að finna ákveðna hleðslutíma í tæknilýsingu hvers rafknúins bíls.