NÝR VOLVO XC60

Við kynnum til sögunnar nýjan Volvo XC60, nýjustu kynslóð hins kröftuga sænska jeppa. Jeppans þar sem djörf hönnun og fallegt innanrými koma saman. Þar sem tæknin er þáttur í öllu. Þar sem sérhver ökuferð er ánægjuleg.

Við kynnum til sögunnar nýjan Volvo XC60, nýjustu kynslóð hins kröftuga sænska jeppa. Jeppans þar sem djörf hönnun og fallegt innanrými koma saman. Þar sem tæknin er þáttur í öllu. Þar sem sérhver ökuferð er ánægjuleg.

Ytra

Allt undir stjórn

Kraftmikið útlit með sænsku yfirbragði. Volvo XC60 er jeppi með einstakri norrænni hönnun.

Volvo

Kraftur og stíll

Í Volvo XC60 sameinast tign og afl. Löng vélarhlíf, sterklegir brettakantar og lítil útskögun skapa tilfinningu fyrir fáguðum styrk.

Volvo

Líttu veginn öðrum augum

Einkennandi T-laga LED-aðalljósin skerpa á Volvo XC60 og skapa honum sérstöðu. Með Active High Beam-háljósum færðu alltaf besta mögulega útsýnið án þess að blinda aðra ökumenn.

Volvo

Punkturinn yfir i-ið

Gerðu XC60-bílinn að þínum með því að velja úr úrvali fagurlagaðra felgna sem eru hannaðar af einstakri natni og gera þér kleift að sérsníða bílinn á alla kanta.

Innanrými

Náttúruleg fegurð

Birta, rými og gæðasmíði – njóttu sænsks handbragðs í hverri einustu ökuferð.

Volvo

Vandað handverk

Volvo XC60 er hátindur norrænnar nútímahönnunar, smíðaður úr náttúrulegum gæðaefnum. Ekta viður, gæðamálmur og falleg smáatriði gera hverja ökuferð að sérstökum viðburði.

Volvo

Tækni með mannlegu ívafi

Samskiptin við Volvo XC60 eru eðlileg og þægileg. Snertiskjárinn í miðjunni er hannaður með þægindi og einfaldleika í huga. Aðgangur fæst að allri leiðsögn og afþreyingu með aðeins einni snertingu eða raddskipun.

Volvo

Tónlist í öndvegi

Tónlistin hljómar eins og henni var ætlað með hljómtækjum frá Bowers & Wilkins. Upplifunin er hrífandi og hljómurinn kristaltær.

Tækni

Einfalt líf

Tæknin frá okkur aðstoðar þig og léttir þér lífið. Jafnvel án þess að þú takir eftir því.

Volvo

Góð stjórn

Fjöðrunin skapar fullkomið jafnvægi milli þæginda og aksturseiginleika. Aksturinn er ávallt mjúkur, sama hvert yfirborð vegarins er, og fjöðrunin heldur bílnum stöðugum svo þú hefur alltaf tilfinningu fyrir stjórninni.

Volvo

Verndar þig

Nýjasta öryggistækni hjálpar þér að stýra Volvo XC60 frá hættum og forðast árekstra. Á miklum hraða dregur hún úr streitu við akstur með því að aðstoða mjúklega við stýringu og halda þér á réttri akrein.

Volvo

Beint á áfangastað

Finndu réttu leiðina auðveldlega með Sensus Navigation. Skjárinn er á skammsniði og sýnir því meira af leiðinni án þess að þú þurfir að fletta. Þjónusta fyrir áfangastaði færir þér heilan heim upplýsinga innan seilingar.

Volvo

Handfrjálst aðgengi

Opnaðu og lokaðu afturhlera Volvo XC60 með því einu að hreyfa fótinn undir stuðara bílsins. Þegar þú ert með fangið fullt þarftu því ekki að leggja allt frá þér til að komast inn í bílinn.

Volvo

Kraftur án málamiðlana

Í nýjum Volvo XC60 er T8-tengiltvinnvél sem skilar afköstum, skilvirkni og litlum útblæstri án þess að það komi niður á afli. Þetta er hin snjalla leið Volvo Cars að auknum krafti.

Volvo

Bíll sem auðvelt er að eiga

Þú getur stjórnað Volvo XC60 úr símanum þínum með Volvo On Call, hvar sem þú ert í heiminum. Þar geturðu athugað eldsneytisstöðuna, læst bílnum eða tekið hann úr lás og forhitað eða kælt farþegarýmið. Þannig er auðvelt að vera alltaf við stjórnina.

Volvo Volvo
Volvo Volvo
Volvo Volvo

Haltu ferðalaginu áfram

Leyfðu okkur að hjálpa þér að skapa hinn fullkomna Volvo XC60 eða leitaðu ráða hjá okkur ef þú ert með spurningar.