Mynd sem sýnir Volvo PV831-4

Volvo PV831-4. Talin nánast ómögulegt að slitna.

Árið 1950 kynnti Volvo til sögunnar uppfærða útfærslu 800 leigubílunum. Þar var helsta breytingin fólgin í hönnun framhlutans sem nú sat lægra með aðalljósin aftar á framvængjunum.

Ný útfærsla PV830 leit dagsins ljós árið 1953. Hún var hugsuð sem bíll fyrir stórfyrirtæki, sem gætu notað hann þegar selflytja þyrfti mikilvæga gesti á milli staða. Einkennandi þáttur í útliti ytra byrðis þessarar útfærslu var liturinn, dumbrauðsanseraður eða dökkblár.

Innanrýmið var klætt fínasta áklæði. Aftursætið var búið innfelldum armpúða og teppi voru á gólfi. Útvarp var staðalbúnaður.

Í leigubílaakstri reyndust þessir bílar óbilandi vinnuhestar sem þoldu nánast allt, svo mjög að enn voru tveir þeirra í notkun á níunda áratug síðustu aldar.

Auk leigubílaútfærslunnar var 800-línan í boði sem stakur undirvagn, ætlaður fyrir sjúkrabíla, skutbíla eða litla sendiferðabíla.

Tæknilýsing
Gerð: PV 831–4
Útfærslur: PV 831 (leigubíll með skilrúmi úr gleri), PV 832 (leigubíll án skilrúms úr gleri), PV 833-undirvagn, PV 834-undirvagn, lengri
Framleiðsla: 1950–1958
Fjöldi framleiddra bíla: 6216
Yfirbygging: 7 eða 8 sæta leigubíll eða undirvagn, t.d. fyrir sjúkrabíla.
Vél: sex strokkar í línu með ventlum á hliðum; 3670 cc; 84,14 x 110 mm; 90 hestöfl við 3600 sn./mín. Gírskipting: þriggja gíra beinskipting, gírstöng á stýrissúlu.
Hemlar: vökvaknúnir á öllum hjólum.
Mál:
Annað: hjólhaf 3250 eða 3550 mm.