Kynntu þér úrval Volvo-tengiltvinnbíla

Tengiltvinnbílarnir okkar bjóða upp á sveigjanleika og sparneytni þar sem rafmagni fyrir styttri ferðir er blandað saman við bensínvél fyrir lengri ferðir.

Kynntu þér úrvalið okkar

Uppgötvaðu hinn fullkomna bíl fyrir þinn lífsstíl. Skoðaðu úrval okkar af flottum fólksbílum, fjölhæfum skutbílum og öflugum jeppum – allt hannað með lúxus, öryggi og nýsköpun í huga.

Volvo-bílar eru sýndir að framanverðu

Bera saman gerðir

Berðu saman mismunandi gerðir okkar til að sjá hver hentar þér.

Bera saman núna

Kynntu þér Volvo-tengiltvinnbílalínuna

Hvað viltu vita um Volvo-tengiltvinnbíla?

Hafa hybrid-bílar mikla dráttargetu?

Volvo-tengiltvinnbílar bjóða upp á mikla dráttargetu, þökk sé kraftmiklu fjórhjóladrifi. Hámarksdráttargeta veltur á útfærslu og gerð Volvo-bílsins.

Hvernig get ég hlaðið rafbílinn heima hjá mér?

Við mælum með heimahleðslustöð frá Volvo Cars. Hleðslan er hraðari og skilvirkari en með venjulegri innstungu.

Heimahleðslustöðvum fylgir innbyggð snúrufesting og 5 metra hleðslusnúra og innstunga af gerð 2 (IEC 62196) svo hún er samhæf við alla Volvo-rafbíla.

Þú getur sett upp heimahleðslustöðina innan- eða utandyra. Hún er vatnsheld og hægt er að kaupa understöðu til að setja hana upp þar sem veggur stendur ekki til boða.

Þú getur tengst heimahleðslustöðinni með Wi-Fi til að sjá hleðslustöðu, skipuleggja hleðslu og fleira í gegnum snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu.

LED-ljós á framhlið heimahleðslustöðvarinnar lýsa með mismunandi litum svo þú sjáir hleðslustöðuna á augabragði.

Fáðu frekari upplýsingar um hleðslu heima fyrir.

Þarf að hlaða hybrid-bíla?

Já, það þarf að hlaða alla hybrid-bíla en aðeins tengiltvinnbíla er hægt að hlaða á hleðslustöðvum heima við eða á vegum úti. Rafhlöður í mild hybrid- og full hybrid-bílum reiða sig á innri hleðslu með endurheimt hemlaorku. Fáðu frekari upplýsingar um hleðslu.

Henta hybrid-bílar til þess að aka lengri vegalengdir?

Volvo-tengiltvinnbílar eru hannaðir til að aka langar vegalengdir án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af drægni rafhlöðunnar. Tvöfaldur kraftur brunahreyfilsins og rafmótorsins tryggir aukna sparneytni og afköst á lengri ferðum.

Eru allir hybrid-bílar sjálfskiptir?

Allir tengiltvinnbílarnir okkar eru með sjálfskiptingu.

Hver er munurinn á mild hybrid-, full hybrid- og tengiltvinnbílum?

Mild hybrid-bílar eru með startmótor og rafal sem stuðla að aukinni sparneytni brunahreyfilsins, en þeir geta ekki gengið fyrir rafmagni eingöngu. Startmótorinn og rafallinn auka mýkt þegar tekið er af stað, hemlað eða hægt á bílnum, um leið og hemlaorku er hlaðið inn á litla, 48 volta rafhlöðu.

Full hybrid-bílar mynda líka rafhlöðuorku með endurheimt hemlaorku, en rafhlaðan er öflugri. Þeir geta því gengið fyrir rafmagni skammar vegalengdir eða stutt við bensínvélina. Tengiltvinnbílarnir okkar eru með töluvert stærri 400 volta rafhlöðu og meiri afköstum, auk þess sem hægt er að stilla á mismunandi akstursstillingar. Það þýðir að akstursdrægni á rafmagni er enn meira og margir ökumenn geta ekið á rafmagni eingöngu. Tengiltvinnrafhlaðan er aðallega hlaðin með því að setja hana í samband við heima- eða almenningshleðslustöð. Þó er líka hægt að hlaða hana með endurheimt hemlaorku.

Nýir hybrid-bílar til sölu | Volvo-tengiltvinnbílar | Volvo Cars IS