Kynnið ykkur úrval Volvo-jeppa
Upplifðu fullkomin þægindi, rými og getu. Skoðaðu fjölbreytt úrval jeppanna okkar – hannaða með áherslu á öryggi og nýjungar til að gera hverja ferð einstaka.

Kemur í janúar
Nýr EX60
Vertu með þeim fyrstu til að upplifa Volvo EX60 með einstökum uppfærslum.
Kynntu þér úrvalið okkar
Uppgötvaðu hinn fullkomna bíl fyrir þinn lífsstíl. Kynntu þér úrval af flottum fólksbílum, fjölhæfum jepplingum og öflugum jeppum – allt hannað með þægindi, öryggi og nýsköpun í huga.

Kynntu þér úrval Volvo-jeppa
Kynntu þér rafknúnu og hybrid-jeppana okkar.
Eru Volvo-jeppar með tvær eða þrjár sætaraðir?
Farþegarými smærri og meðalstórra jeppa okkar eru með tvær sætaraddir sem henta fullorðnum farþegum. Í stóru farþegarýmunum okkar eru þrjár sætaraðir fyrir fullorðna farþega.
Komast sjö fullorðnir fyrir í Volvo-jeppum?
Já, hægt er að fá EX90-rafmagnsbílinn, XC90-tengiltvinnbílinn og XC90 mild hybrid-bílinn með þremur sætaröðum þar sem sjö fullorðnir farþegar geta setið.
Hvaða Volvo-jeppi er með stærsta farangursrýmið?
Af rafmagnsjeppunum okkar er sjö sæta Volvo EX90 með stærsta farangursrýmið, eða allt að 1915 lítra. XC90 kemur þar á eftir, með allt að 640 lítra. Fáðu frekari upplýsingar um burðargetu á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.
Eru Volvo-jeppar fjórhjóladrifnir?
Í sumum Volvo-jeppum er AWD staðalbúnaður. Annars er hægt að fá AWD sérstaklega. Fáðu frekari upplýsingar á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.
Hvaða forrit og þjónusta Google stendur til boða í Volvo-jeppunum?
Google er innbyggt svo það er lítið mál að nota Google Assistant til að hringja í vini, senda þeim textaskilaboð eða stilla hitastigið í bílnum. Notaðu Google Maps til að sækja upplýsingar fyrir ökuferðina, svo sem umferðarfréttir í rauntíma, áminningar og fyrirbyggjandi viðvaranir. Svo er hægt að nota Google Play til að sækja tónlist, hlaðvörp, hljóðbækur og fleira.*
*Þjónusta Google er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.
Geturðu notað Apple CarPlay í Volvo-jeppa?
Já, Apple CarPlay er staðalbúnaður í rafknúnum, tengiltvinn- og mild hybrid Volvo-jeppum.*
* Aðeins er hægt að nota Apple CarPlay með iPhone 5 eða nýrri. Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc.
Hversu miklu eyða Volvo mild hybrid-jeppar?
Eldsneytiseyðsla Volvo mild hybrid-jeppa veltur á gerð þeirra, aksturslagi þínu og öðrum þáttum. Fáðu frekari upplýsingar á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.
Get ég komið fyrir hjólagrind á jeppa?
Já þú getur. Hjólagrind sem fest er á þakið stendur til boða fyrir sumar gerðir. Einnig er hægt að fá hjólagrind sem er fest á dráttarkrókinn. Skoðaðu aukabúnaðinn sem býðst á þínum markaði.
Fyrir hvað stendur SUV í heiti bílanna?
SUV er skammstöfun enska hugtaksins "sports utility vehicle" sem er einnig þýtt sem jeppi á íslensku.
Hver er munurinn á "crossover" og jeppa?
Crossover sameinar eiginleika fólksbíls og jeppa (SUV). Undirvagninn er í ætt við fólksbíla svo crossover-bílar eru gjarnan sparneytnari og liprari en stærri jeppar. Hæðin frá jörðu er líka gjarnan minni. Það gerir það að verkum að þeir henta betur til innanbæjaraksturs en líka aksturs á undirlagi sem er aðeins erfiðara.
Meðalstórir og stórir jeppar eru yfirleitt hærri og uppréttari í byggingu. Það er hærra undir þeim svo þeir eru fjölhæfari. Í samanburði við crossover-bíla geta þeir einnig flutt fleiri farþega og meiri farangur.
Hver er munurinn á MPV-, MUV- og SUV-bílum?
Bílar sem kallast MPV (multi-purpose vehicle) eða MUV (multi-utility vehicle) eru hannaðir til að flytja fleiri farþega og meiri farangur en hefðbundnir bílar. Helsti munurinn er að MPV-bílar eru yfirleitt með undirvagn í ætt við fólksbíla og það minnir meira á fólksbíl að aka þeim. Undirvagn MUV-bíla er meira eins og á vörubílum og aksturinn er eftir því.
SUV-jeppar (sports utility vehicles) eru stærri en bæði MPV- og MUV-bílar og hafa hærri hæð frá jörðu. Þannig henta þeir til aksturs á margskonar undirlagi. SUV-bílar geta líka flutt fleiri farþega og meiri farangur en venjulegir fólksbílar en burðargetan er gjarnan minni en í MPV- og MUV-bílum.
Hver er munurinn á hlaðbak (hatchback) og jeppa?
Helsti munurinn á hlaðbak og SUV-bíl er stærðin og hvernig bílarnir eru notaðir. Hlaðbakur er minni og rúmar allt að fimm farþega svo hann hentar vel til innanbæjaraksturs. Hann er með dyr að aftan sem opnast upp svo hægt sé að nálgast farangursrýmið.
SUV-bílar eru stærri og hannaðir fyrir akstur á fjölbreyttara undirlagi. Það er oftast hærra undir þeim og meira pláss fyrir farþega og farangur.
Eru Volvo-jeppar sjálfskiptir eða beinskiptir?
Allir Volvo-rafmagnsjeppar eru sjálfskiptir Fyrir þennan rafmagnsjeppa er hægt er að fá beinskiptingu.





