Article version 2021.121.0

Friðhelgistilkynning – réttindi og beiðnir skráðs aðila

Gildir frá:

Útgefið þann:

Þetta skjal lýsir hvernig Volvo Cars (eins og skilgreint hér að neðan) framkvæmir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum þegar þú sendir inn „Beiðni er varðar réttindi skráðs aðila" (Data Subject Rights Request, DSRR), hér eftir „DSRR", á hvaða formi sem er (með tölvupósti, í síma, með vefeyðublaði eða bréfi).

Að neðan finnur þú:

1. Hverjir við erum

Einingin sem ber ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga í tengslum við DSRR er Volvo Car Corporation, með skráða skrifstofu á Assar Gabrielssons Väg, 405 31, Gautaborg, Svíþjóð, skráningarnúmer fyrirtækis 556074-3089, hér eftir vísað til sem „Volvo Cars", „við" eða „okkur".

2. Hvaða persónuupplýsingar við söfnum og hvers vegna

DSRR felur í sér úrvinnslu á eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga:

  1. Til að staðfesta auðkenni þitt við innsendingu DSRR framkvæmum við úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum. Lagagrundvöllurinn fyrir þessari gagnavinnslu eru lögmætir hagsmunir okkar til að tryggja að við önnumst framkvæmd á leyfilegum og nákvæmum DSRR. Gögnin sem við framkvæmum úrvinnslu á í tilgangi staðfestingar fer eftir þeirri tegund gagna sem varða þessa DSRR. Fyrir gögn um:
    1. þig sem viðskiptavin, við vinnum úr netfangi þínu og/eða póstfangi;
    2. bifreiðina þína, við vinnum úr VIN-númeri bifreiðarinnar/bifreiðanna sem um ræðir;
    3. stafræn þjónustugögn, við vinnum úr Volvo auðkenninu (netfangi eða símanúmeri) sem þú notaðir til skrá þig í slíka þjónustu.
  2. Þegar auðkenni þitt hefur verið staðfest framkvæmum við úrvinnslu á fullu nafni þínu, póstfangi/póstföngum, netfangi/netföngum og VIN-númeri til að stjórna og uppfylla beiðni þína. Eftir því hvaða réttindi skráðs aðila DSRR er viðkomandi þá samanstendur meðhöndlun slíkrar beiðnar af því að finna og safna umræddum gögnum, breyta þeim eða eyða þeim og safna öllum upplýsingum sem viðkoma framkvæmdum aðgerðum í kynningarbréf, þar sem fram koma niðurstöður málsmeðferðar til skoðunar fyrir þig. Lagagrundvöllurinn fyrir þessa gagnavinnslu er að uppfylla þær lagalegu skuldbindingar sem okkur eru lagðar á herðar (c-liður gr. 6.1. GDPR).
  3. Ennfremur framkvæmum við úrvinnslu á gögnum sem tengjast máli þínu eins og tegund beiðnar, viðkomandi markað og tímalengd meðhöndlunar máls við að framkvæma tölfræðilega úrvinnslu í tengslum við DSRR og bæta ferli okkar fyrir stjórnun DSRR. Lagagrundvöllurinn fyrir þessari gagnavinnslu eru lögmætir hagsmunir okkar til að fínstilla ferli okkar og aðferðir fyrir DSRR (f-liður 6.1. GDPR).
  4. Við framkvæmum einnig úrvinnslu á gögnum sem tengjast máli þínu eins og tegund beiðnar, viðkomandi markað, tímalengd meðhöndlunar máls og öðrum upplýsingum sem málið varða á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar til að skjalfesta venjur okkar í tilgangi innri og ytri endurskoðunar (f-liður gr. 6.1. GDPR).

3. Hversu lengi við geymum gögnin þín

Við geymum gögnin sem viðkoma þinni DSRR í þrjú (3) ár. Ef gögnin tengjast yfirstandandi kvörtun eða málaferli eru gögnin geymd á meðan á slíkri málsmeðferð stendur.

4. Með hverjum við deilum persónuupplýsingunum þínum

Við munum aðeins deila persónuupplýsingum þínum með eftirfarandi flokkum þriðju aðila þegar það er nauðsynlegt:

  • Vinnsluaðilar okkar sem styðja við almenna starfsemi okkar, eins og veitendur upplýsingatæknilausna;
  • Vinnsluaðilar okkar sem styðja útvegun DSRR, sem eru takmörkunum bundnir samkvæmt samningi varðandi getu þeirra til að nota persónuupplýsingar þínar fyrir allan annan tilgang en þann að veita þjónustu fyrir okkur í samræmi við hvern gagnavinnslusamning í gildi.
  • Aðrir þriðju aðilar:
    • Fyrirtæki innan Volvo Car Group (EES) – til að uppfylla DSRR ef annar lögaðili en Volvo Car Corporation geymir persónuupplýsingar þínar.

5. Réttindi þín í tengslum við gagnavinnsluna sem við framkvæmum

6. Samskiptaupplýsingar

Til að leita rétta þíns skaltu nota viðkomandi vefsíðuform sem finna má í persónuverndarstefnu viðskiptavinar sem minnst er á hér að ofan. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar er varða verndun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi samskiptaupplýsingum:

Persónuverndarfulltrúi

Póstfang: Volvo Car Corporation, Attention: Persónuverndarfulltrúinn, avd 50092, VAK, 405 31 Gautaborg, Svíþjóð.

Netfang: globdpo@volvocars.com

7. Breytingar á friðhelgistilkynningu okkar

Við áskiljum okkur réttinn, að eigin undirlagi, til að breyta venjum okkar varðandi friðhelgi og uppfæra og gera breytingar á þessari friðhelgistilkynningu hvenær sem er. Í hvert sinn sem við gerum verulegar breytingar á þessari tilkynningu, og sérstaklega þegar samþykki þitt liggur til grundvallar tilkynningunni, þá munum við upplýsa þig um breytingarnar. Þessi friðhelgistilkynning er uppfærð til þess dags sem kemur fram efst í skjalinu.