Ný leið til að ferðast

360c

Framtíðin er rafmögnuð, sjálfvirk og tengd.

Kyrrstæður Volvo 360c á götu með götusteinum, séð frá hlið .

Af hverju að fljúga þegar þú getur látið aka þér?

Ímyndaðu þér að þú eigir fund snemma morguns í nálægri borg. Þú hefur um tvennt að velja til að komast þangað – stutt flug frá næsta flugvelli eða alsjálfvirka rafknúna ferðalausn þar sem þú kemst beint á áfangastað og sleppur við innritun, biðraðir, seinkanir, öryggiseftirlit og aðra fylgifiska flugsamgangna. Hvort myndir þú velja?

Af hverju að fljúga þegar þú getur látið aka þér?

Ímyndaðu þér að þú eigir fund snemma morguns í nálægri borg. Þú hefur um tvennt að velja til að komast þangað – stutt flug frá næsta flugvelli eða alsjálfvirka rafknúna ferðalausn þar sem þú kemst beint á áfangastað og sleppur við innritun, biðraðir, seinkanir, öryggiseftirlit og aðra fylgifiska flugsamgangna. Hvort myndir þú velja?

Framhluti kyrrstæðs Volvo 360c fyrir utan hús

Persónulegur, þægilegur, hentugur

Í nálægri framtíð sjáum við fram á heim þar sem alsjálfvirkir rafbílar sinna öllum samgönguþörfum. Við þróuðum 360c til að gæða framtíðarsýn okkar lífi. Samgönguþarfir einstaklinga eru að breytast og þróast. Ferðalausnir verða að vera öruggar og umhverfisvænar en um leið persónulegar og þægilegar.

Loftmynd af 360c sem nemur staðar við gangbraut

Öryggi frá Volvo

360c kynnir líka til sögunnar tillögu að stöðluðu sjálfvirku samskiptakerfi sem gerir öðrum vegfarendum og sjálfvirkum ökutækjum kleift að sjá fyrir hvað 360c gerir næst. Við teljum að slíkt staðlað kerfi muni gegna lykilhlutverki í því að gera sjálfvirka bílaumferð að öruggum og þægilegum veruleika.

360c lagt aftan við hús með farþegadyrnar opnar

Ferðalög án samviskubits

Með 360c fylgir framtíðarsýn um sjálfbær ferðalög. Rafknúnir og sjálfvirkir 360c-bílar veita fólki frelsi til að ferðast á einfaldan og þægilegan máta. Ekki fleiri seinkuð flug eða farangurstékk. 360c er hannaður til að flytja þig frá A til B.

Volvo 360c ekur í bílastæðahúsi.

Borgarhönnun

Síbreytilegar ferðaþarfir fólks gera það að verkum að við þurfum að taka innviði borga og borgarhönnun til gagngerrar endurskoðunar. Deililausnir í samgöngum draga úr bílastæðaþörf í miðborgum og skapa pláss sem hægt er að nota til daglegs lífs, verslunar eða tómstunda.

Tíminn nýttur til fulls

360c býður upp á margvíslegar upplifanir byggðar á þínum þörfum

Mynd úr innanrými Volvo 360c sem sýnir borð með innbyggðum drykkjakæli
Tvær konur tala saman í rúmgóðu innanrými Volvo 360c
Kona nýtir sjálfvirkan akstur Volvo til fulls með því að ná nætursvefni
Mynd úr innanrými Volvo 360c sem sýnir borð með innbyggðum drykkjakæli

Ánægja

Í 360C er að finna ýmsar stemmningsstillingar sem ætlað er að auðvelda þér að slaka á eða skemmta þér á ferðalaginu, með öllum þeim þægindum sem þú óskar þér.

Tvær konur tala saman í rúmgóðu innanrými Volvo 360c

Vinna

Hreyfanlegur og fullkomlega tengdur fundarstaður og vinnustaður þýðir að þú getur komið hlutunum í verk á meðan þú ekur.

Kona nýtir sjálfvirkan akstur Volvo til fulls með því að ná nætursvefni

Svefn

Þarftu að ferðast að nóttu til og mæta á morgunfund? Því ekki að bóka bíl til að sofa í á meðan hann kemur þér á áfangastað þannig að þú getir hvílt þig og verið til í slaginn?