Friðhelgi einkalífs þíns
Þegar þú opnar vefsvæðið okkar notum við vafrakökur og svipaða skráningartækni (myndeindir, merki, staðbundna geymslu o.s.frv.) til að veita þér sem besta upplifun á vefsvæðinu okkar. Þessi tækni, sem við köllum í sameiningu „vafrakökur“ í þessari tilkynningu, gæti tengst og safnað upplýsingum um þig, þarfir þínar eða tækið þitt. Yfirleitt er ekki hægt að bera kennsl á þig með beinum hætti út frá slíkum upplýsingum, en þær munu stuðla að því að þú fáir sérsniðnari netupplifun af Volvo Cars, sem skilgreinir vefkökur, að því marki sem þær eru notaðar til að auðkenna notendur, sem persónuupplýsingar og því falla þær undir GDPR.
Þessa tilkynningu skal lesa með persónuverndarstefnu okkar fyrir viðskiptavini til að fá ítarlegra yfirlit yfir hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum.
Tilkynning um vafrakökur – volvocars.com
Í þessu skjali er því lýst hvernig Volvo Cars (eins og skilgreint er hér á eftir) vinnur úr persónuupplýsingunum þínum þegar þú heimsækir vefsvæði volvocars.com.
Hér á eftir eru upplýsingar um:
1. Hver erum við
Volvo Car Corporation er sænskur lögaðili með skráningarnúmer fyrirtækis 556074-3089 og skráð heimilisfang á Assar Gabrielssons Väg, SE-405 31, Gautaborg, Svíþjóð. Volvo Car Corporation og fyrirtæki innan fyrirtækjasamstæðu þess bera ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga um þig („við“, „Volvo“, „okkur“, „okkar“). Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og útvegum vörur og þjónustu um allan heim. Hér má finna frekari upplýsingar um mismunandi aðila sem starfa á mismunandi markaðssvæðum.
2. Hvaða persónuupplýsingum við vinnum úr og af hverju
Við vinnum úr upplýsingunum sem við söfnum með því að nota „vafrakökur“ til að veita þér sem besta netupplifun af vörumerkinu okkar, til að bera kennsl á þig þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar aftur, til að greina hegðun þeirra sem heimsækja vefsvæðið okkar, til að bæta samskipti okkar og uppbyggingu vefsvæðisins, og til að byggja upp prófíl með áhugasviðum þínum til að geta birt þér viðeigandi auglýsingar fyrir vörur okkar og þjónustu, einnig á öðrum vefsvæðum. Þegar þess er kostur sameinum við einnig gögn um hegðun þína á netinu við persónuupplýsingarnar sem þú hefur látið okkur í té.
Lagalegur grundvöllur okkar til að bjóða upp á öruggt og starfhæft vefsvæði og þjónustu sem þú óskar eftir með aðgerðum þínum á vefsvæðinu (t.d. innkaupakarfa) eru lögmætir hagsmunir okkar, í samræmi við f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR).
Við treystum í staðinn á samþykki sem þú hefur gefið, í samræmi við a-lið 1. mgr. 6. gr. GDPR, til að fá aðgang að og geyma upplýsingar í tækinu þínu þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar, og í framhaldi af því vinna úr þeim gögnum, sem gerir okkur kleift að greina árangur þess sem notendur okkar aðhafast, sérsníða þjónustuna fyrir notendurna, byggja upp prófíl yfir áhugasvið þín og birta þér viðeigandi auglýsingar. Beðið er um þetta samþykki þitt á vafrakökuborðanum sem birtist þegar þú opnar vefsvæðið okkar.
3. Hversu lengi við geymum upplýsingar um þig
Frekari upplýsingar um tiltekin varðveislutímabil er að finna í lýsingu á hverri vafraköku fyrir sig.
Þér til upplýsingar notum við tvær mismunandi gerðir af vafrakökum: lotuvafrakökur sem eru tímabundnar og renna út þegar þú lokar vafranum eða þegar lotunni lýkur, og viðvarandi vafrakökur sem eru geymdar á harða diskinum þínum þangað til þú eða vafrinn þinn eyðir þeim, allt eftir gildistíma vafrakökunnar.
Í greiningarskyni er unnið úr gögnum sem ekki er safnað saman eða þau gerð nafnlaus strax í að hámarki 2 ár.
Auk þess er staðbundin geymsla notuð í ákveðnum tilvikum. Þar sem gögnin sem geymd eru þar renna ekki út og verða aðgengileg í hvert sinn sem þú opnar vefsvæðið okkar er eina leiðin til að hreinsa staðbundna geymslu að hreinsa geymslu vafrans handvirkt (einnig kallað að hreinsa skyndiminni).
4. Hverjum við deilum persónuupplýsingum þínum með
Persónuupplýsingar þínar verða birtar hlutdeildar- og viðskiptafélögum okkar sem vinna úr þeim í þeim tilgangi sem nefndur er hér á undan og eins og lýst er í lýsingum á vefkökunum. Við deilum einnig persónuupplýsingum þínum með vinnsluaðilum, einkum þeim sem veita tölvuþjónustu, og takmarkast geta þeirra til að nota persónuupplýsingar þínar samkvæmt samningi við það að veita okkur þjónustu í samræmi við sérhvern gagnavinnslusamning sem í gildi er. Persónuupplýsingarnar þínar kunna að verða fluttar til lands utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ef það er gert verður slíkur flutningur byggður á stöðluðum samningsskilmálum sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt. Almennan texta stöðluðu samningsskilmálanna sem notaðir eru má finna á ýmsum tungumálum á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB.
5. Réttindi þín í tengslum við gagnavinnslu okkar
Vegna þess að við virðum rétt þinn til persónuverndar geturðu valið að leyfa ekki vafrakökur sem ekki eru nauðsynlegar til að láta vefsvæðið okkar virka. Að hindra sumar gerðir af vafrakökum getur hins vegar haft áhrif á upplifun þína á vefsvæðinu og þá þjónustu sem við getum boðið upp á. Hægt er að vinna með vafrakökur á síðunni okkar með stillingum fyrir vafrakökur.
Hafðu í huga að ef þú velur að gera vefkökur óvirkar getur verið að tilteknir hlutar vefsvæðisins starfi ekki rétt. Einnig geturðu unnið með vafrakökur í vafrastillingunum þínum eða með því að nota þessa tvo tengla: Your AdChoices (Digital Advertising Alliance) eða Your Online Choices | EDAA (evrópskt bandalag um stafrænar auglýsingar). Þá endurspeglast val þitt í því hvernig þú upplifir netið, ekki bara á volvocars.com. Ef þú vilt hafna því að Google Analytics fylgist með þér á öllum vefsvæðum skaltu opna: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout
Að því er varðar vinnslu sameiginlegra ábyrgðaraðila í markaðs- og auglýsingatilgangi skal fyrst snúa sér til Meta vegna málefna sem varða réttindi skráðra aðila.
Frekari upplýsingar um rétt þinn í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingunum þínum og hvernig þú getur nýtt þér hann eru í persónuverndarstefnu okkar fyrir viðskiptavini
6. Hvernig skal hafa samband við okkur
Volvo Car Corporation
Heimilisfang: Volvo Car Corporation, Assar Gabrielssons Väg, SE-405 31 Gautaborg, Svíþjóð
Netfang: dataprotection@volvocars.com
7. Breytingar á persónuverndartilkynningu okkar
Við áskiljum okkur rétt til að ákveða einhliða að breyta verklagi okkar hvað varðar persónuvernd og uppfæra og breyta þessari persónuverndartilkynningu hvenær sem er. Af þessari ástæðu hvetjum við þig til að skoða þessa persónuverndartilkynningu reglulega. Þessi persónuverndartilkynning er í gildi frá og með dagsetningunni sem birtist efst í skjalinu. Við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar í samræmi við þá persónuverndartilkynningu sem var í gildi þegar þeim var safnað nema við höfum samþykki þitt til að meðhöndla þær á annan hátt.