Um okkur
Við byrjuðum að framleiða bíla árið 1927 vegna þess að okkur fannst enginn annar framleiða nógu sterkbyggða né nógu örugga bíla fyrir sænska vegi. Frekari upplýsingar um bílagerðir okkar og helstu áfanga í gegnum árin.
Sígildir bílar
Kynntu þér nokkrar af frægustu gerðum Volvo. Allt frá því að fyrsti bíllinn var framleiddur árið 1927 fram á daginn í dag.
Saga fyrirtækisins okkar
1927 – Fyrsti bíllinn ekur út úr verksmiðjunni
Að morgni dags 14. apríl 1927 ekur fyrsti Volvo bíllinn út úr verksmiðjunni í Gautaborg, á vesturströnd Svíþjóðar. Bíllinn bar heitið ÖV4 og var blæjubíll með fjögurra strokka vél. Fyrsti Volvo bíllinn var tilbúinn á götuna.
1944 – „Litli“ Volvo bíllinn lítur dagsins ljós
Hinn 1. september 1944 var bíllinn sem kom Volvo á kortið sem alþjóðlegum bílaframleiðanda afhjúpaður í Stokkhólmi. Horft var til „Litla“ Volvo bílsins, eins og hann var kallaður, sem vísis að betri tíð í Svíþjóð eftirstríðsáranna og á aðeins tveimur vikum höfðu 2300 manns lagt inn pöntun fyrir PV 444.
1953 – Skutbíllinn hefur innreið sína með Duett
Volvo Duett var settur á markað sem „tveir bílar í einum“, bíll sem hentaði bæði fyrir vinnu og frítíma. Hann var fyrsti bíllinn í langri línu skutbíla sem hafa gert vörumerki Volvo að samnefnara fyrir hinn hagnýta bíl. Síðan þá hefur Volvo framleitt yfir sex milljónir skutbíla.
1955 – Útflutningur til Bandaríkjanna hefst
Í ágúst 1955 er fyrsti PV 444 settur í land í höfn í Long Beach í Kaliforníu. Margir voru efins um að þetta skilaði árangri en tveimur árum síðar var Volvo Cars orðinn annar stærsti innflytjandi bíla til Kaliforníu og árið 1974 voru Bandaríkin stærsti markaður fyrirtækisins.
1959 - Þriggja punkta öryggisbelti
Nils Bohlin, verkfræðingur hjá Volvo, þróaði þriggja punkta öryggisbelti í PV 544 og við tókum þá ákvörðun að sækja ekki um einkaleyfi fyrir hugmyndinni til að tryggja að hún kæmi öllum til góða. Í dag er áætlað að þriggja punkta öryggisbeltið hafi bjargað meira en einni milljón mannslífa.
1976 – Öryggisviðmið í Bandaríkjunum
Alþjóðlegt orðspor okkar í tengslum við framleiðslu öruggra bíla var staðfest þegar Bandaríkjastjórn keypti 24 bíla af gerðinni Volvo 240 til að gera á þeim ítarlegar árekstrarprófanir. Niðurstaða prófananna leiddi til þess að Volvo var opinberlega valinn sem viðmið fyrir öryggisstaðla allra nýrra bíla á þeim tíma.
1991 – Bíll með fjórar einstakar nýjungar
Volvo 850 var búinn fjórum nýjungum sem ekki höfðu sést áður: þverstæðri fimm strokka vél, hliðarárekstrarvörn, sjálfstillandi öryggisbeltum í framsætum og jafnarma fjöðrun að aftan. Bíllinn var einnig fyrsti stóri bíllinn frá okkur sem búinn var framhjóladrifi.
2002 – Fyrsti SUV-bíllinn okkar
Volvo XC90 sló í gegn á heimsvísu um leið og hann kom á markað. Hann endurskilgreindi flokk stórra SUV-bíla og var orðinn mikilvægasta útflutningsvara Svíþjóðar innan fárra ára.
2013 – Fyrsta verksmiðjan í Kína
Við opnuðum fyrstu fullbúnu verksmiðjuna okkar utan Evrópu þetta árið. Hún var vígð í borginni Chengdu og þar hófum við framleiðslu Volvo S60L og XC60.
2015 – Önnur kynslóð XC90
Önnur kynslóð XC90 markaði upphaf nýs tímabils í sögu okkar. Hann skartaði glænýjum hönnunareinkennum, nýrri tækni og nýjum SPA-undirvagni.
2017 – Fyrsti litli SUV bíllinn okkar
Volvo XC40 var fyrsti bíllinn okkar á CMA-undirvagni, þar sem við settum okkur ný viðmið í hönnun, tengigetu og öryggi. Þetta var einnig fyrsti bíllinn okkar sem hægt var að fá með fastri mánaðarlegri áskrift í gegnum Care by Volvo-þjónustuna okkar.
2018 – Fyrsta verksmiðjan okkar í Bandaríkjunum
Við vígðum fyrstu verksmiðjuna okkar innan Bandaríkjanna í Charleston í Suður-Karólínu og festum Volvo Cars þannig endanlega í sessi sem alþjóðlegan bílaframleiðanda með verksmiðjur í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku.
2019 – Fyrsti rafmagnsjeppinn okkar
Volvo XC40 Recharge P8 var fyrsti rafmagnsjeppinn okkar. Hann var hannaður á grunni metsölubílsins okkar, XC40, og var fyrsti Volvo bíllinn sem búinn var glænýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem knúið var af Android.
Nýjungar í öryggismálum áratugum saman
Allt frá stofnun okkar árið 1927 höfum við verið að hanna bíla sem setja fólk í fyrsta sæti. Kynntu þér mikilvægustu nýjungarnar okkar í öryggismálum í gegnum tíðina.
Sjálfbærniorðspor
Í mörg ár höfum við unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum okkar. Kynntu þér þær aðgerðir sem við höfum gripið til hingað til.