Volvo On Call

Stjórnun og þægindi

Tengd tækni sem léttir þér lífið

Lúxusupplifun undir þinni stjórn

Volvo On Call sameinar farsímaforrit, wi-fi bílnum og tímasparandi tengda þjónustu sem er hönnuð til einfalda þér lifið svo þú njótir þess betur.

Búa til aðgang að Volvo On Call

Eiginleikar Volvo On Call appsins

Skrefamælir fyrir bílinn þinn

Hverri einustu rafmögnuðu ferð er bætt við. Fylgstu með rafmagns- og eldsneytisnotkuninni í Volvo On Call appinu með Recharge Plug-in Hybrid.

Svalt þegar það er heitt og hlýtt þegar það er kalt

Með fjarstýrðu miðstöðinni er óvíst að þú þurfir nokkurn tíma að klæðast yfirhöfn aftur í bílnum. Hægt er að forrita bílastæðishitarann (ef hann er uppsettur) svo það kviknar á honum áður en þú stígur inn í bílinn sem gerir hann hlýjan og góðan og ekki þarf að skafa af rúðunum. Frá og með 2015 hefur Volvo On Call gert eigendum Volvo-bíla kleift að ræsa bílinn með fjarstýringu svo hægt sé að hita eða kæla farþegarýmið.

Persónuleg þjónusta við fingurgómana

Vissir þú að þú getur spurt okkur spurningu um Volvo bílinn þinn hvenær sem er? Það er auðvelt - við erum hér til að þjónusta þig og viljum að þú njótir Volvo bílsins þíns til fulls. Volvo On Call appið hjálpar þér að finna allar upplýsingar beint úr handbók bílsins og þér er velkomið að nota appið til að hafa samband við ðokkur í gegnum síma eða spjall*. Persónuleg þjónusta er aðeins nokkra smelli í burtu.

*Núna aðeins í boði á Spáni.

Uppgötvaðu nýja staði

Sendu áfangastaðinn í leiðsögukerfi bílsins þíns með Volvo On Call áður en þú ferð og það verður tilbúið að leggja í hann þegar þú ert það. Skipuleggðu ferðina þína og fáðu áætlaðan ferðatíma á áfangastað áður en þú ekur af stað með innbyggða kortinu í Volvo On call. Þú getur einnig fundið bílastæði og hvað þau kosta og sent staðsetningu þeirra í Volvo-inn þinn.

Lásar, eldsneyti, viðhald, aksturdagbók

Volvo On Call veitir þér allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um bílinn þinn - hvort hann er læstur, í notkun, hvað þú kemst langt á eldsneytinu, hitastigið fyrir utan bílinn, aðgangur að eigandahandbókinni, viðhaldsþarfir og akstursdagbók sem getur hjálpað þér að fylgjast með þinni notkun á bílnum, hvort sem er persónulegri eða vegna vinnu, þar á meðal ferðum sem eru farnar og eknum kílómetrum. Það lætur þig einnig vita ef viðvörunarbjalla fer af stað.

Tenging við dagatalið þitt

Með því að veita Volvo On Call aðgang að dagatalinu þínu getur appið látið þig vita hvenær tímabært er að fara og jafnvel sent staðsetninguna sem þú ert að fara á í leiðsögukerfið í Volvo-bifreiðinni þinni.

Hvar lagðirðu?

Hefurðu átt erfitt með að finna bílinn þinn á stóru bílastæði? Volvo On Call hjálpar þér að finna bílinn með kortinu í appinu. Þú getur einnig látið ljósin blikka og notað flautuna til að staðsetja bílinn fljótt.

Tengiltvinnbíll?

Notendur tengiltvinnbíla (PHEV/Plug-in Hybrid) hafa aðgang að fjölda viðbótarsnjalleiginleika í gegnum farsímaforritið Volvo On Call, eins og að forhita og kæla bílinn, fresta hleðslu, rafhlöðustaða, uppáhaldshleðslustaðir og áminning um að tengja hleðslukapalinn ef það hefur ekki verið gert fyrir ákveðinn tíma.

Deildu bílnum þínum með fjölskyldu og vinum

Volvo On Call gerir það auðvelt að deila bílnum þínum með öðrum í ákveðinn tíma. Hvar sem þú eða bíllinn þinn er geturðu veitt vinum þínum og fjölskyldumeðlimum tafarlausan aðgang. Þeir geta opnað bílinn með farsímanum og virkjað svo sérstakan lykil sem virkar aðeins á þeim tíma sem þeir hafa heimild til að fá bílinn þinn lánaðan. Snjallt, auðvelt og öruggt. Car Sharing þjónustan er í boði fyrir XC40 á völdum mörkuðum.

Hugsað um þig

Þjónustuver

Með Volvo On Call geturðu upplifað þann létti sem fylgir því að geta nálgast þekkingu og persónulega aðstoð tafarlaust með því að ýta á einn hnapp (í boði á vissum mörkuðum). Ef þú ekur í mikilli borgarumferð í leit að góðu kaffihúsi eða veitingastað, eða öðrum áhugaverðum stöðum, til dæmis – ýttu bara á On Call hnappinn í bílnum til að komast í samband við starfsmann Volvo On Call. Segðu starfsmanninum hverju þú ert að leita að, og eftir nokkrar sekúndur byrjar Sensus-leiðsögukerfið að leiðbeina þér á staðinn. Viltu kannski hringja í einhvern en veist ekki númerið? Ýttu á takkann, og starfsmaður Volvo On Call sendir þér númerið eða gefur þér samband. Volvo On Call er eins og að hafa persónulegan aðstoðarmann sér við hlið, allan sólarhringinn, alla daga.

Ef neyðarástand kemur upp

Ef þú þarft vegaaðstoð eða neyðarþjónustu eru starfsmenn Volvo On Call tilbúnir að svara símtölum þínum. Í neyð er nóg að ýta á SOS-hnappinn fyrir ofan baksýnisspegilinn í bílnum. Ýttu á Volvo On Call hnappinn til að fá vegaaðstoð. Ef líknarbelgur springur út í bílnum, eða ef forstrekkjarar öryggisbeltanna eru virkjaðir, berst sjálfkrafa tilkynning frá bílnum til starfsmanns Volvo On Call sem hringir til að kanna hvað gerðist. Ef símtalinu er ekki svarað sendir hann sjálfkrafa neyðarþjónustu á staðsetningu þína.

Wi-Fi heitur reitur

Þú getur alltaf tengt Volvo-inn þinn við netið og opnað öppin í bílnum með því að búa til tengingu í gegnum farsímann þinn (tjóðrun). En með Volvo On Call geturðu notið enn sterkari og áreiðanlegri tengingar og möguleikans á því að búa til Wi-Fi heitan reitt í bílnum, sem þú getur tengt allt að átta tæki við. Þetta er mögulegt með innbyggðu Volvo On call bílamótaldi og viðbótar SIM-korti. 4G merkið þitt (fer eftir tegundum) er sterkt og stöðugt því þú notar Volvo On call loftnetið, sem gerir það fljótlegt og auðvelt að nota internetið. Síminn getur átt erfitt með að finna merki í bílnum en kerfið í Volvo virkar oft mun betur. Þessi stöðugi netaðgangur tryggir einnig að kort í leiðsögukerfi bílsins þíns eru reglulega uppfærð.

Ná í Volvo On Call

Það er auðvelt að sækja um aðgang eða endurnýja aðgang að Volvo On Call. Gildur aðgangur er grunnurinn til að opna á alla möguleikana sem eru listaðir hér fyri rofan.

Leiðbeiningar hvernig á að ná í Volvo On Call

Sæktu Volvo On Call appið

Þú getur sótt appið og prófað sýningarham þess og kannað marga þeirra eiginleika sem nefndir eru fyrir ofan með snjallúri, snjallsíma eða spjaldtölvu.