Landslag með vindmyllum - Hrein orka

Volvo. Endurhlaðinn.

Bílarnir okkar hafa alltaf verið hannaðir til þess að vernda mannfólk. Við munum núna hanna þá til þess að vernda jörðina líka.

Fyrir öruggari framtíð

Við erum að endurhlaða allt sem við gerum, frá bílunum okkar til verksmiðjana okkar og aðfangakeðju. Markmiðið okkar er að draga úr kolefnissporinu okkar um 40% á hvern bíl fyrir árið 2025 í samanburði við 2018. Einnig að vera hlutlaus í loftlagsmálum fyrir árið 2040. Vegna þess að við eigum aðeins eina jörð.

Volvo Endurhlaðinn. Ábyrgur lúxus.

Við kynnum Volvo Recharge - nýja línan okkar af háþróuðum hreinum raf- og plug-in hybrid bílum/tengiltvinnbílum, hannaðir til að veita þér fágaðri og sjálfbærari akstursupplifun. Bílarnir sem þú treystir til að vernda fjölskyldu þína og hjálpa núna einnig við að vernda framtíðina þeirra.

Nánar um Volvo Recharge

Allir nýir Volvo bílar sem við setjum á markað verða rafvæddir.
Í dag erum við eini hefðbundni bílaframleiðandinn sem býður upp á plug-in hybrid/tengiltvinnbíla í öllum okkar gerðum. Á næstu 5 árum munum við setja fimm nýja rafbíla á markað. Markmiðið okkar er að árið 2025 munu rafbílar vera helmingur þeirra bíla sem við seljum.

Volvo XC40 tengdur við hleðslustöð

Kynnum XC40 Recharge

Fyrsti al-rafknúni Volvo jeppinn er hér. Hannaður fyrir líferni þitt og smíðaður til að halda þér og jörðinni öruggari.

Rafmagn er ekki nóg

Þetta er byrjunin. En þetta er ekki öll lausnin. Til þess að vernda jörðina verðum við að gera meira en að rafknúa bílana okkar. Framtíðarsýn okkar er að vera hlutlaus í loftslagsmálum yfir allri virðiskeðjunni okkar fyrir árið 2040 - áratugi á undan Parísarsáttmálunum. Þar af leiðandi þarf allt sem við gerum að vera endurhlaðanlegt.

Aðgerðir. Endurhlaðnar.

Fyrir árið 2025 stefnum við að því að hafa dregið úr heildar kolefnislosun okkar í rekstri um 25% á hvern bíl samanborið við árið 2018. Þetta felur í sér allt sem við gerum sem fyrirtæki, allt frá framleiðslu til viðskiptaferða, sem og smásölukerfinu okkar. Við vinnum nú þegar að því að vera hlutlaus í loftlagsmálum í framleiðslustarfsemi okkar fyrir 2025 og erum að ná góðum árangri með um 80% af alþjóðlegum verksmiðjum okkar sem eru knúnar af endurnýjanlegri orku.
Umsjón á bíl fyrir afhendingu
Málmefni fyrir Volvo bíla

Aðfangakeðja. Endurhlaðin.

Við stefnum að því að draga úr kolefnislosun á aðfangakeðjunni- stór hluti af heildarlosun á allri virðiskeðjunni - um 25% á hvern bíl fyrir 2025 í samanburði við 2018. Þetta felur í sér losun sem myndast við framleiðslu íhluta og efna og frá útdrætti steinefna og málma. Við munum vinna að þessari framtíðarsýn á ýmsa vegu, þar á meðal að hjálpa birgjum okkar að auka endurnýjanlega orkunotkun sína, sem og að nota sjálfbærari efni í bílunum okkar og draga úr úrgangi. Við höfum nú þegar markmið að minnsta kosti 25% af öllu plasti sem verður notað í nýjum Volvo bílum, sem koma á markaðinn eftir 2025, verði úr endurunnum efnum.

Akstur. Endurhlaðinn.

Mest af heildar kolefnislosuninni frá tengiltvinnbíl kemur þegar hann brennir eldsneyti. Til að hvetja ökumenn Volvo-tengiltvinnbíla til að keyra á eins sjálfbæran hátt og mögulegt er, stefnum við að því að kynna leiðir til að umbuna akstri í hreinni rafmagnsstillingu. Nú þegar í dag eru allir nýir Volvo Recharge tengiltvinnbílar í boði með eins árs ókeypis rafmagn á sumum mörkuðum.
Kynntu þér nánar um frítt rafmagn í eitt ár
Volvo tengiltvinnbílar að keyra á eins sjálfbæran hátt og mögulegt er

Gripið til aðgerða til að tryggja siðferðislegan uppruna rafhlaða

Til að hafa raunveruleg áhrif hvað varðar sjálfbærni er ekki nóg að draga úr losun CO2. Við verðum líka að tryggja að rafbílarafhlöður okkar séu fengnar á siðferðilegan hátt. Fullur rekjanleiki hráefna rafhlöðunnar, eins og kóbalt, er mikil áskorun fyrir bílaframleiðendur. Hjá Volvo Cars erum við skuldbundin siðferðilegri virðiskeðju. Og sem fyrsti bílaframleiðandinn tökum við nú þá skuldbindingu enn lengra með því að nota blockchain tækni til að fylgjast með og rekja allt kóbaltið okkar í gegnum alla virðiskeðjuna á heimsvísu. Þessi tækni eykur verulega gagnsæi hráefnisgjafakeðjunnar. Og mest af öllu: það hjálpar okkur að tryggja að kóbaltið sem notað er í rafmagns bílum okkar sé komið til á ábyrgan hátt.