Bíllinn sem þú treystir til að vernda þau, verndar einnig framtíð þeirra.

Recharge: nýja línan okkar af hreinum rafmagns- og tengiltvinnjeppum. Hannaðir til að þú ferðist betur: meiri akstur, minni umhverfisáhrif.

Volvo Tengiltvinnjeppi

Volvo Recharge er nýja línan okkar af háþróuðum hreinum rafmagns- og tengiltvinnbílum. Kynntu þér jeppana okkar

Fyrir framtíðina þeirra

Við verðum að breyta því hvernig við keyrum í dag svo að börnin okkar eigi bartari framtíð. Þess vegna eru jepparnir okkar rafmagnaðir. Veldu Pure drive stillinguna til að sleppa útblæstrinum - og betri framtíð fyrir fjölskylduna þína.

Keyrðu með minni áhrif á umhverfið.

Okkar metnaður mun ekki bíða. Volvo Recharge er nýja línan okkar af háþróuðum hreinum rafmagns- og tengiltvinnbílum. Í dag bjóðum við alla bílana okkar í tengiltvinnútgáfu og er það einungis byrjunin. Á næstu fimm árum munum við setja á markað fimm nýja alrafmagnaða bíla. Metnaðurinn okkar: árið 2025, verður helmingur þeirra bíla sem við seljum rafmagnaðir.
Kynntu þér Recharge bílana. Meira um rafmangið.

Rafmagnið er ekki nóg

Það er byrjun. En það er ekki öll lausnin. Til að vernda öryggi jarðarinnar verðum við að gera meira en að rafmagnsvæða bílana okkar. Okkar framtíðarsýn er að vera hlutlaus í loftslagsmálum um alla virðiskeðju okkar árið 2040 - áratug á undan markmiði Parísarsamkomulagsins. Árið 2025 stefnum við að því að draga úr kolefnisspori okkar á hverri bifreið um 40%. Til viðbótar við útblástursrör, felur þetta í sér losun frá framleiðslu, flutningum og viðskiptaferðum, sem og innan okkar eigin birgðakeðju. Að endurhlaða heiminn byrjar með því að endurhlaða hvert einasta skref á leiðinni okkar.

Siðferðilegur uppruni rafhlaðna

Við erum staðráðin í að vera siðferðileg og ábyrg í innkaupum á rafhlöðum okkar. Sem hluti af þeirri skuldbindingu munum við vera fyrsti bílaframleiðandinn sem notar blockchain tækni til að fylgjast með og rekja kóbalt í rafhlöðum okkar í gegnum alla birgðakeðjuna. Þessi tækni eykur gagnsæi og rekjanleika verulega og hjálpar okkur að tryggja að kóbaltið sem notað er í rafmagns bílana okkar sé komið til okkar á ábyrgan hátt.