HUGMYNDIR

Horft til framtíðar

Næsta skrefið í vegferð okkar hefst með hugmyndunum okkar.

360c lagt aftan við hús með farþegadyrnar opnar.

Næsta kynslóð

Hugmyndabílar Volvo eru eins og gluggi að framtíðinni þar sem við sjáum hvert hugsun okkar stefnir og hvert við förum næst.

Volvo 360c í stúdíói, séð frá hlið

360c

Kynntu þér samgöngur framtíðarinnar með 360c, sjálfvirkri og rafvæddri lausn í samgöngum þar sem persónulegar þarfir þínar, öryggi og sjálfbærni eru höfð í huga við hönnunina.

Innanrými þar sem lögð er áhersla á upplifun fyrir öll skilningarvit, með skógarsýn varpað á loftið inni í bílnum

Ambience Interior

Einstök akstursreynsla fyrir öll skilningarvit. Með því að byggja á norrænni arfleifð okkar og háþróaðri tækni höfum við skapað næstu kynslóð sænskra þæginda.

Volvo Concept XC ekur á hraðbraut með fjöll í bakgrunni.

Concept XC Coupe

Háþróaðir möguleikar fyrir nýja kynslóð ævintýra. Innblásinn af nútímalegum hátækniíþróttabúnaði, með framsýnni hönnun og fjölhæfu innanrými.

Volvo Concept Estate ekur eftir götu með trjám báðum megin

Concept Estate

Hugmyndin sem gjörbreytti skutbílnum fyrir nýja kynslóð, blanda af sígildum Volvo einkennum, djarfri og nútímalegri lögun og einfaldri norrænni hönnun.

Volvo Concept Coupe ekur eftir borgargötu

Concept Coupe

Djörf, ný hönnun frá Volvo Cars. Falleg blanda af naumhyggju og ítarlegum smáatriðum þar sem innblástur er fenginn úr fortíðinni um leið og horft er til framtíðar.

Volvo Concept 40.1 og 40.2, litlir borgarbílar

Concept 40.1 og 40.2

Framtíðarsýn okkar um minni bíla með öflugri hönnun, borgareinkennum og æskuþrótti sem markar þeim sérstöðu án þess að þeir hrópi á athygli.