Volvo skutbíll

Fjölhæfir bílar frá Volvo sem hafa verið hugsaðir frá grunni með tilliti til lífsstíls og öryggis fjölskyldunnar.

Skutbílarnir

Skutbílarnir okkar eru hannaðir fyrir fjölskyldur nútímans með öryggi, þægindi og sveigjanleika í fyrirrúmi.

Kynntu þér skutbílalínu Volvo

Berðu saman Volvo skutbíla

Sæti
Farangursrými
Sparneytni/drægni*

V90 Cross Country

Rúmgóður, 5 sæti

1100 x 759 x 1153

8,1–9,0 l/100 km

*Tölur fyrir tengiltvinnbíla sýna „allt að“ drægni. *Tilgreind gildi eldsneytisnotkunar eru fengin úr WLTP-prófunum (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure).

Hversu snjall er þessi skutbíll?

Akstursaðstoð með hraðastillingu fyrir beygjur eykur þægindi og tryggir afslappaðri akstur með því að stjórna hraða bílsins í samræmi við beygjurnar.

Viltu yfirsýn yfir bílastæðið?

Fjórar háskerpumyndavélar veita þér 360° yfirsýn yfir bílastæðið og tryggja að leikur einn er að leggja bílnum, óháð því hversu þröngt eða þétt setið stæðið er.

Horft til himins

Þakgluggi sem hægt er að opna og halla gerir þér kleift að njóta ferska loftsins og beinnar tengingar við umheiminn. Opnaðu þakið og hleyptu sólinni inn með einum hnappi.

Aukið öryggi leiðir af sér aukinn sveigjanleika

Grár V90 Cross Country á vegi

Volvo-skutbílarnir okkar eru vel búnir búnaði í yfirbyggingu og sjálfvirkum kerfum sem tryggja öryggi þitt. Við hugsum um þig, hvort sem er innanbæjar eða á dimmum sveitavegi.

Skoða Volvo-skutbíl

Innbyggt margmiðlunarkerfi í innanrými Volvo sýnir kort af Gautaborg

Tenging við heiminn

Upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar býður upp á hnökralausa tengingu sem gerir þér kleift að para snjallsímann þinn og taka við rauntímaupplýsingum um umferðina í raddstýrðu leiðsögukerfinu.

Brúnn hægindastóll fyllir farangursrými Volvo Estate

V felur í sér sveigjanleika

Skutbílarnir okkar eru hannaðir fyrir fjölþættar nútímaaðstæður og þarfir fjölskyldna, með öllu því rými, sveigjanleika og hagnýtni sem þú þarft á að halda.

Innanrými Volvo, fimm sæti klædd miðnætursinklituðu áklæði úr ullarblöndu

Pláss fyrir afþreyingu og fjölskyldur

Farþegarými okkar hafa yfirbragð skandinavískrar stofu. Þægindi, náttúruleg efni og snjöll nýting rýmis skapa hlýlegt og þægilegt umhverfi.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða fáanlegur með öllum gerðum, útfærslum og vélum.