Volvo XC90 Recharge

Volvo XC90 Recharge

Volvo XC90 Recharge

Fyrir lífið

Tengiltvinnjeppinn sem þú treystir fyrir fjölskyldu þinni verndar nú einnig framtíð hennar.

Hybrid

Plug-in

Allt að51km

Drægni á rafmagni

AWD

Drif

Allt að7

Sæti

Horft ofan á Volvo XC90 Recharge með opinn þakglugga sem búið er að halla.
Volvo XC90 Recharge lagt við veg hjá sjónum.

Hann tilheyrir þér en höfðar til allra. Kynntu þér sjö sæta tengiltvinnjeppann sem er gerður fyrir kraftmikinn akstur.

Engar málamiðlanir

Þegar raforkan bætist við aksturinn verður úr tengiltvinnbíll sem tekur tillit til framtíðar án þess að skerða upplifun líðandi stundar.

GERÐU HANN AÐ ÞÍNUM

Þetta er þitt líf - leyfðu XC90 Recharge að endurspegla það. Veldu R-Design fyrir sportlegri stemningu eða hækkaðu í lúxusnum með Inscription.

Tær snilld

Pure-rafakstursstillingin gerir þér kleift að aka tengiltvinnbílnum án útblásturs. Með fullhlaðinni rafhlöðu er hægt að aka bílnum í og úr vinnu á rafmótornum einum saman.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

Öryggisaðstoð. Okkur í blóð borin.

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þetta er gert með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.*

Þú leggur af öryggi í jafnvel þrengstu stæði með aðstoð kerfisins sem býr yfir 360° yfirsýn fjögurra myndavéla.

BLIS-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

* Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefna í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn einn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.

Alltaf með þér í liði. Nýjasta tækni í XC90 Recharge tengir aksturinn við sérsniðin þægindi og hreyfanleika.

Volvo XC90 Recharge ekur í sveig meðfram árbakka.
Dökkhærður maður situr í Volvo XC90 Recharge með sólina í andlitið.
Hátalarar frá Bowers & Wilkins í innanrými Volvo XC90 Recharge.
Volvo XC90 Recharge ekur í sveig meðfram árbakka.

Hjálparhönd

Þægileg stjórn á öllu. Stuðningur með akstursaðstoð getur auðveldað þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum á undan með því að stilla hraðann og halda þér á miðri akreininni með smávægilegum hreyfingum stýrisins. Hraðinn í beygjum er fínstilltur með þægindi ökumanns í huga.

Dökkhærður maður situr í Volvo XC90 Recharge með sólina í andlitið.

Hreinna loft í farþegarýminu

Háþróuð loftsían í glænýju loftgæðakerfi okkar síar burt allt að 95% allra skaðlegra agna sem stefna inn í farþegarýmið. Þú og farþegar þínir getið notið betri og heilsusamlegri loftgæða, burtséð frá aðstæðum utan bílsins.

Hátalarar frá Bowers & Wilkins í innanrými Volvo XC90 Recharge.

Bowers & Wilkins

Nákvæmlega staðsettir hágæðahátalarar frá Bowers & Wilkins bjóða upp á einstaka hljóðupplifun í bílnum, sama hvar setið er.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fáanlegar fyriar alla útlits- eða vélavalkosti.